Smári Valtýr Sæbjörnsson
Þrjátíu veitingahús bjóða upp á brottnámsfæði á aha.is
Opnuð hefur verið veitingaþjónusta á aha.is þar sem neytendum gefst kostur á að velja af matseðlum um þrjátíu veitingastaða, sækja svo matinn eða fá sendan gegn gjaldi.
Nýr íslenskur hugbúnaður tengir saman veitingastaði og stofuna heima
Neysla á veitingum sem keyptar eru út af veitingastöðum hefur aukist mikið síðustu ár. Ný þjónusta Aha.is auðveldar neytendum og veitingahúsum til muna þessi viðskipti með snjöllum hugbúnaði sem nær óslitið úr stofunni heima inn í eldhús veitingastaðarins.
Matseðlar frá þrjátíu veitingahúsum
Þegar viðskiptavinurinn hefur pantað af matseðli, á vefsíðu eða úr appi aha.is, birtist pöntunin á skjá hjá veitingahúsinu og ráðstafanir eru þegar gerðar til að útvega flutning á matnum, sé heimsendingar óskað. Greiðsla fyrir matinn fer fram í appinu eða á vefsíðunni með debit eða kreditkorti þannig að greiðsla er frágengin við pöntun.
Hægt er að panta af matseðlum veitingastaðanna á vefsíðu aha: www.aha.is sem og í appi aha.is sem til er fyrir Android og iPhone.
Framkvæmdarstjóri Aha.is, Maron Kristófersson, segir að prófanir á kerfinu hafi staðið yfir í þrjá mánuði og hafa verið gerðar um þúsund pantanir á þeim tíma. Starfsfólk Aha.is hefur vart undan að bæta við nýjum stöðum og er búist við að fjöldi veitingastaða hafi rösklega tvöfaldast um áramót.
Aha.is leitar að nothæfu íslensku orði fyrir “Take Away” | 50.000 kr. í verðlaun
Sem fyrr segir hefur mjög færst í vöxt að fólk panti sér mat af veitingstöðum til neyslu heima. Ekkert nothæft íslenskt orð er til yfir það sem kallað er take away á ensku. Í tilefni af opnun veitingaþjónustunnar efnir aha.is nú til nýyrðasamkeppni um íslenskt orð í staðinn fyrir ensku slettuna take away. Í verðlaun er úttekt að upphæð 50.000 kr. á veitingavef aha.is og iPhone 6. Nánari upplýsingar um leikinn má finna inn á heimasíðu aha.is.
Aha.is fór í loftið í apríl 2011 og hefur vaxið jafnt og þétt síðan. Í dag er síðan með 60.000 viðskiptavini og býður upp á ný tilboð daglega, fleiri þúsund vörur í netverslun sinni og nú þann möguleika að panta mat á netinu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Aha.is.
Myndir: aðsendar.
-
Frétt1 dagur síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt5 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi