Viðtöl, örfréttir & frumraun
Þrír veitingastaðir á sömu þúfunni

Jimmy Wallster, Sólrún Guðjónsdóttir, Halldóra Guðjónsdóttir og Bjarni Rúnar Bequette reka þrjá veitingastaði á sömu þúfunni á Siglufirði og láta vel af
Hjónin Halldóra Guðjónsdóttir og Bjarni Rúnar Bequette tóku við þremur veitingastöðum á Siglufirði snemma árs 2018. Siglufjarðarlífið kom óvænt upp í hendurnar á þeim eftir að þau höfðu selt íbúð sína í Reykjavík og ákveðið að hefja eigin rekstur.
„Þá heyrði maður að nafni Róbert Guðfinnsson af ákvörðun okkar. Hann hringir í Bjarna og biður hann að fresta öllum ákvörðunum og í það minnsta koma og skoða hvað hann hefði upp á að bjóða hér fyrir norðan. Eins og Róbert sagði þá yrði það í það minnsta góð helgarferð. Við tókum því boði og lögðum af stað samdægurs á fimmtudegi,“
segir Halldóra í skemmtilegu viðtali við mbl.is sem lesa má nánar hér.
Halldóru og Bjarna leist gríðarlega vel á boð Róberts um að taka við stöðunum og fengu þau vinahjón sín, þau Sólrúnu Guðjónsdóttur og Jimmy Wallster, til liðs við sig.
Mynd: aðsend

-
Keppni2 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt5 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna1 dagur síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata