Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Þrír nýir staðir opna
Útgerðin – bar
Barinn Útgerðin var opnaður á Akranesi í vikunni. Hann er til húsa við Stillholt 16-18, þar sem Svarti Pétur var áður til húsa.
Búið er að taka húsnæðið allt í gegn og setja upp nýjar innréttingar og stækka staðinn.
„Þetta á að vera vettvangur skemmtunar fyrir alla Skagamenn,“
segir Eva Maren Guðmundsdóttir er rekstrarstjóri Útgerðarinnar í samtali við Skessuhorn sem fjallar nánar um staðinn í Skessuhorni vikunnar.
Forsetinn opnar á Laugavegi 51
Forsetinn er nýr café-bistro staður sem opnaði nú í vikunni við Laugaveg 51. Til að byrja með verður einungis drykkir í boði, þar sem lögð er áhersla á íslenska framleiðslu.
Einn af eigendum er Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi alþingismaður Pírata.
Dóri DNA opnar vínbar
Mikki refur, nafn sem getur bakað vöfflur á laugardögum á undan barnasýningum í Þjóðleikhúsinu en um leið fengið eldri gesti inn í smá púka á kvöldin eftir sýningar.
Sú er hugsunin á bak við nafnið á nýjum vínbar og kaffihúsi sem Dóri DNA er að opna í ágúst, einmitt í húsinu á móti Þjóðleikhúsinu á Hverfisgötu 18, þannig að það er ekki langt að fara þegar fólk á erindi á borð við ofangreind, að því er fram kemur á mbl.is sem fjallar nánar um staðinn hér.
Mynd: facebook / Forsetinn

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt2 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Frétt4 dagar síðan
Tafir á heilbrigðiseftirliti veitingastaða í New York valda áhyggjum
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum