Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Þráinn Freyr opnar veitingahús á Laugavegi
Þráinn Freyr Vigfússon, fyrrverandi yfirmatreiðslumaður í Bláa lóninu og Kolabrautinni, staðfesti í samtali við Matarvefinn á mbl.is að hann hefur í félagi við fleiri tryggt sér húsnæðið að Laugavegi 28 þar sem Bunk Bar og Cava var áður til húsa. Í sama húsi er verið að reisa glæsilegt ION-Hótel.

Það var í ágúst 2013 sem veitingastaðurinn Bunk Bar og Cava opnaði. Matreiðslumennirnir Pétur Jónsson og Björgvin Mýrdal stóðu fyrst vaktina. Í febrúar 2014 komu aðrir úrvals fagmenn við stjórnvölinn, en það voru þeir Hafsteinn Ólafsson, Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson og Hrafnkell Sigríðarson. Það verður gaman að fylgjast með hvað Þráinn og hans félagar koma til með að gera á nýja veitingastaðnum.
Mynd úr safni: af facebook síðu Cava.
Veitingageirinn.is hafði samband við Þráinn sem vill lítið láta uppi annað en það sem fram kemur á Matarvef Morgunblaðsins sem fjallar nánar um málið hér.
Veitingahúsið opnar seinnihluta marsmánaðar. Staðurinn mun taka um 80 manns í sæti auk þess sem bakgarður hússins mun bjóða upp á einhvers konar snilld sem Þráinn vill lítið fara út í.
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Markaðurinn3 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti






