Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Þráinn Freyr opnar veitingahús á Laugavegi

Birting:

þann

Þráinn Freyr Vigfússon

Þráinn Freyr Vigfússon
Mynd: Sigurjón Ragnar

Þráinn Freyr Vigfússon, fyrrverandi yfirmatreiðslumaður í Bláa lóninu og Kolabrautinni, staðfesti í samtali við Matarvefinn á mbl.is að hann hefur í félagi við fleiri tryggt sér húsnæðið að Laugavegi 28 þar sem Bunk Bar og Cava var áður til húsa. Í sama húsi er verið að reisa glæsilegt ION-Hótel.

Það var í ágúst 2013 sem veitingastaðurinn Bunk Bar og Cava opnaði. Matreiðslumennirnir Pétur Jónsson og Björgvin Mýrdal stóðu fyrst vaktina. Í febrúar 2014 komu aðrir úrvals fagmenn við stjórnvölinn, en það voru þeir Hafsteinn Ólafsson, Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson og Hrafnkell Sigríðarson. Það verður gaman að fylgjast með hvað Þráinn og hans félagar koma til með að gera á nýja veitingastaðnum.
Mynd úr safni: af facebook síðu Cava.

Veitingageirinn.is hafði samband við Þráinn sem vill lítið láta uppi annað en það sem fram kemur á Matarvef Morgunblaðsins sem fjallar nánar um málið hér.

Veitingahúsið opnar seinnihluta marsmánaðar. Staðurinn mun taka um 80 manns í sæti auk þess sem bakgarður hússins mun bjóða upp á einhvers konar snilld sem Þráinn vill lítið fara út í.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið