Sverrir Halldórsson
Þráinn Freyr býður upp á ástarpunga á matarhátíð í New York
NORTH er Norræn matarhátíð sem haldin verður 26. september næstkomandi í New York þar sem á boðstólunum verður pop up með norrænan dögurð, kvöldverð, kokkteilum, fyrirlestrum og tónlist.
Hátíðin fer fram á Scandic Haymarket Square í borginni og kostar dögurðurinn 75 $ og kvöldverðurinn 150 $, allar aðrar uppákomur eru fríar.
Frá klukkan 11 til 14 er boðið upp á dögurð sem er í höndunum á Þráni Frey Vigfússyni, matreiðslumeistara úr Bláa Lóninu, þar sem verður boðið upp á sígilda sem nýja rétti, einnig verður Reyka Vodki kynntur samhliða í formi kokkteila.
Matseðillinn er eftirfarandi:
- Creamy langoustine soup and Omnom chocolate
- Smoked trout and pancakes
- Cured salmon ‘’gravlax‘’ and dill-mustard sauce
- Wild goose liver parfait
- Grilled prime of lamb with skyr rhubarb dressing
- Traditional Icelandic fish stew ‘’plokkfiskur‘’ served with geothermal cooked rye bread
- Grilled monkfish and sunchokes
- Skyr and wild Icelandic blue berries
- Cocktail sampling from Reyka Vodka
Steinunn Harðardóttir mun sýna spinning á íslenskri ull.
Tónlist er í höndunum á Hermigervill, Margréti Hjaltested trio og Curver Thoroddsen.
Í eftirmiðdaginn mun Þráinn halda fyrirlestur um hefðir, sjálfbærni og utankomandi áhrif í íslenskri matargerð.
Leikstjórinn og framleiðandinn Gréta Ólafsdóttir ræðir islenska kvikmyndaframreiðslu í fortíð, nútíð og framtíð.
Um kvöldið verður boðið upp á kvöldverð í anda Blá lónsins, sem einnig er stjórnað af Þráni Frey Vigfússyni matreiðslumeistara staðarins.
Hér getur að líta matseðillinn:
- Crunchy leaf bread with smoked Icelandic leg of lamb from the vest of Iceland
- Smoked trout on a torched flat bread
- Wild goose liver parfait
- Lamb terrine „Sviðasulta“ and sweet rutabaga
- Geothermal cooked rye bread with salted Icelandic butter
- Langoustine and green vegetables
- Glazed carrots with pickled onions
- Slow cooked cod and apples
- Grilled sirloin of lamb with celeriac purees and lamb sauce
- Baked Celeriac dressed with dried grapes, almonds and dill vinaigrette
- Skyr ice cream and Omnom chocolate mousse
- „Ástarpunga“ with salted caramel
Verður gaman að fylgjast með hvernig gengur og vonandi fáum við myndir til að sýna frá herlegheitunum.
Til gamans má geta að í fyrra á NORTH – Nordic Food Festival fór Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumeistari og eigandi af Slippnum í Vestmannaeyjum og Mat & Drykk.
Myndir: af facebook síðu: NORTH – Nordic Food Festival
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni









