Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Þórir Bergsson opnar nýjan veitingastað í húsi Sjávarklasans

Maturinn á nýja staðnum verður með svipuðu móti og fólk þekkir úr Templarasundinu en enn meiri áhersla verður á fisk á matseðlinum.
Mynd: Sverrir Halldórsson
Veitingastaðurinn Bergsson mun í byrjun apríl opna í húsi Sjávarklasans þar sem mikil áhersla verður lögð á fisk á matseðlinum, en Bergsson mathús opnaði í Templarasundi sumarið 2012. Þórir Bergsson matreiðslumaður og eigandi Bergsson Mathús, segir undirbúning vera í fullum gangi.
Þetta verður hádegisverðarstaður en svo ætlum við að bjóða upp á „happy hour“ eftir vinnu á fimmtudögum og föstudögum ef það verður stemning fyrir því. Svo er hægt að leigja staðinn fyrir smærri og stærri hópa á kvöldin.
Það var að frumkvæði stjórnenda Sjávarklasans að veitingastaðurinn opnaði á þessum stað.
Þeir vilja gera meira úr húsinu annað en að vera skrifstofuhúsnæði. Þarna er líka yndislegt og frábært útsýni. Þetta er góður vettvangur til að gera svona hádegisstað og það vantar meira svona.
, segir Þórir í samtali við Viðskiptablaðið.

Hús Sjávarklasans var formlega opnað 26. september 2012 að Grandagarði 16. Í sjávarklasanum eru mörg ólík fyrirtæki sem tengjast sjávarútvegi á einn eða annan hátt.
Mynd: skjáskot af google korti
Maturinn á nýja staðnum verður með svipuðu móti og fólk þekkir úr Templarasundinu en enn meiri áhersla verður á fisk á matseðlinum. Samhliða opnuninni verður meira lagt upp úr kvöldunum á Bergsson mathúsi í Templarasundi þar sem meira verður um viðburði. Þórir hefur fengið Ólaf Örn Ólafsson framreiðslumann til liðs við sig til að taka þátt í þeim breytingum, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins.
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn3 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn





