Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Þórir Bergsson opnar nýjan veitingastað í húsi Sjávarklasans
Veitingastaðurinn Bergsson mun í byrjun apríl opna í húsi Sjávarklasans þar sem mikil áhersla verður lögð á fisk á matseðlinum, en Bergsson mathús opnaði í Templarasundi sumarið 2012. Þórir Bergsson matreiðslumaður og eigandi Bergsson Mathús, segir undirbúning vera í fullum gangi.
Þetta verður hádegisverðarstaður en svo ætlum við að bjóða upp á „happy hour“ eftir vinnu á fimmtudögum og föstudögum ef það verður stemning fyrir því. Svo er hægt að leigja staðinn fyrir smærri og stærri hópa á kvöldin.
Það var að frumkvæði stjórnenda Sjávarklasans að veitingastaðurinn opnaði á þessum stað.
Þeir vilja gera meira úr húsinu annað en að vera skrifstofuhúsnæði. Þarna er líka yndislegt og frábært útsýni. Þetta er góður vettvangur til að gera svona hádegisstað og það vantar meira svona.
, segir Þórir í samtali við Viðskiptablaðið.
Maturinn á nýja staðnum verður með svipuðu móti og fólk þekkir úr Templarasundinu en enn meiri áhersla verður á fisk á matseðlinum. Samhliða opnuninni verður meira lagt upp úr kvöldunum á Bergsson mathúsi í Templarasundi þar sem meira verður um viðburði. Þórir hefur fengið Ólaf Örn Ólafsson framreiðslumann til liðs við sig til að taka þátt í þeim breytingum, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi