Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Þórir Bergsson opnar nýjan veitingastað í húsi Sjávarklasans
Veitingastaðurinn Bergsson mun í byrjun apríl opna í húsi Sjávarklasans þar sem mikil áhersla verður lögð á fisk á matseðlinum, en Bergsson mathús opnaði í Templarasundi sumarið 2012. Þórir Bergsson matreiðslumaður og eigandi Bergsson Mathús, segir undirbúning vera í fullum gangi.
Þetta verður hádegisverðarstaður en svo ætlum við að bjóða upp á „happy hour“ eftir vinnu á fimmtudögum og föstudögum ef það verður stemning fyrir því. Svo er hægt að leigja staðinn fyrir smærri og stærri hópa á kvöldin.
Það var að frumkvæði stjórnenda Sjávarklasans að veitingastaðurinn opnaði á þessum stað.
Þeir vilja gera meira úr húsinu annað en að vera skrifstofuhúsnæði. Þarna er líka yndislegt og frábært útsýni. Þetta er góður vettvangur til að gera svona hádegisstað og það vantar meira svona.
, segir Þórir í samtali við Viðskiptablaðið.
Maturinn á nýja staðnum verður með svipuðu móti og fólk þekkir úr Templarasundinu en enn meiri áhersla verður á fisk á matseðlinum. Samhliða opnuninni verður meira lagt upp úr kvöldunum á Bergsson mathúsi í Templarasundi þar sem meira verður um viðburði. Þórir hefur fengið Ólaf Örn Ólafsson framreiðslumann til liðs við sig til að taka þátt í þeim breytingum, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður