Sigurður Már Guðjónsson
Þjónar með tæpa milljón á mánuði
Dæmi eru um að þjónar séu að fá nálægt einni milljón króna í mánaðarlaun. Þetta staðfestir Níels Sigurður Olgeirsson, formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands, MATVÍS.
„Maður hefur séð þokkalegar tölur en maður veit ekkert hvað liggur að baki þessu. Mín tilfinning er að það liggi gífurlega margar vinnustundir að baki,“ segir Níels Sigurður. „Ég hef alveg séð dæmi þess að launin séu ekki langt frá milljóninni.“
Hálf milljón í mánaðarlaun
Hann segir meðallaun þjóna vera rúmlega hálfa milljón króna og bætir við að tvær ástæður séu fyrir því að laun þeirra hafi verið að hækka. „Fyrir það fyrsta þá er verið að færa kauptaxtana nær greiddu kaupi en svo er eftirspurnin mikil. Ég held samt að launaskriðið sé ekkert mikið meira en það hefur verið í gegnum tíðina.“
Þjónar jafnmikilvægir og kokkar
Að sögn Níels eru bæði kokkar og þjónar á þokkalegum launum og telur hann að laun hinna síðarnefndu hafi verið að hækka meira en laun kokkanna. „Ég held að flestir séu farnir að gera sér grein fyrir því að þjónninn er ekkert minna mikilvægur en kokkurinn. Það er þjónninn sem selur vöruna,“ greinir hann frá.
Vill prósentukerfi fyrir þjóna
Prósentukerfi fyrir þjóna var lagt af um miðjan tíunda áratuginn. Níels vonast til að því verði aftur komið á og nefnir að bókun um það sé í kjarasamningi. „Það var skammsýni hjá veitingamönnum að það var aldrei farið í að laga prósenturnar heldur voru þær aflagðar. Veitingamenn þurfa að sjá sér hag í því að koma þessu kerfi á aftur. Góður sölumaður, þótt hann sé á prósentum og fær há laun, þá skilar hann sé meira í pyngjunni hjá þeim líka.“
17 tíma vaktir eru „klikkun“
Níels nefnir að mikið álag sé á kokkum og þjónum enda sé eftirspurnin eftir þeim mikil með stórauknum fjölda ferðamanna til landsins. „Það er ful lítill mannskapur að þjóna því sem er verið að bjóða upp á. Ég held að menn endist ekkert mjög mikið til lengdar í þessari geðveiki sem við erum komnir í núna,“ segir hann. „Við erum að sjá vaktir fara upp í 17 tíma, sem er náttúrlega klikkun.
Gert er ráð fyrir því að kokkar og þjónar vinni 15 daga af 30 en fæstir þeirra fá sína 15 daga í frí, að sögn Níels. „Vinnutíminn er of mikill. Á sama tíma og við erum að reyna að minnka hann þá eykst hann vegna þess að það vantar mannskap.“
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni5 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Frétt2 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Markaðurinn1 dagur síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel22 klukkustundir síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík







