Vertu memm

Sigurður Már Guðjónsson

Þjónar með tæpa milljón á mánuði

Birting:

þann

Þjónn - Þjónar - Framreiðslumaður

Laun þjóna hafa verið að hækka upp á síðkastið

Dæmi eru um að þjón­ar séu að fá ná­lægt einni millj­ón króna í mánaðarlaun. Þetta staðfest­ir Ní­els Sig­urður Ol­geirs­son, formaður Mat­væla- og veit­inga­fé­lags Íslands, MATVÍS.

„Maður hef­ur séð þokka­leg­ar töl­ur en maður veit ekk­ert hvað ligg­ur að baki þessu. Mín til­finn­ing er að það liggi gíf­ur­lega marg­ar vinnu­stund­ir að baki,“ seg­ir Ní­els Sig­urður.  „Ég hef al­veg séð dæmi þess að laun­in séu ekki langt frá millj­ón­inni.“

Hálf millj­ón í mánaðarlaun

Hann seg­ir meðallaun þjóna vera rúm­lega hálfa millj­ón króna og bæt­ir við að tvær ástæður séu fyr­ir því að laun þeirra hafi verið að hækka. „Fyr­ir það fyrsta þá er verið að færa kauptaxt­ana nær greiddu kaupi en svo er eft­ir­spurn­in mik­il. Ég held samt að launa­skriðið sé ekk­ert mikið meira en það hef­ur verið í gegn­um tíðina.“

Þjón­ar jafn­mik­il­væg­ir og kokk­ar

Að sögn Ní­els eru bæði kokk­ar og þjón­ar á þokka­leg­um laun­um og tel­ur hann að laun hinna síðar­nefndu hafi verið að hækka meira en laun kokk­anna. „Ég held að flest­ir séu farn­ir að gera sér grein fyr­ir því að þjónn­inn er ekk­ert minna mik­il­væg­ur en kokk­ur­inn. Það er þjónn­inn sem sel­ur vör­una,“ grein­ir hann frá.

Það get­ur verið mik­il kúnst að búa til góðan kokteil.

Það get­ur verið mik­il kúnst að búa til góðan kokteil.
Mynd: Björn Blöndal

Vill pró­sentu­kerfi fyr­ir þjóna

Pró­sentu­kerfi fyr­ir þjóna var lagt af um miðjan tí­unda ára­tug­inn. Ní­els von­ast til að því verði aft­ur komið á og nefn­ir að bók­un um það sé í kjara­samn­ingi. „Það var skamm­sýni hjá veit­inga­mönn­um að það var aldrei farið í að laga pró­sent­urn­ar held­ur voru þær aflagðar. Veit­inga­menn þurfa að sjá sér hag í því að koma þessu kerfi á aft­ur. Góður sölumaður, þótt hann sé á pró­sent­um og fær há laun, þá skil­ar hann sé meira í pyngj­unni hjá þeim líka.“

17 tíma vakt­ir eru „klikk­un“

Ní­els nefn­ir að mikið álag sé á kokk­um og þjón­um enda sé eft­ir­spurn­in eft­ir þeim mik­il með stór­aukn­um fjölda ferðamanna til lands­ins. „Það er ful lít­ill mann­skap­ur að þjóna því sem er verið að bjóða upp á. Ég held að menn end­ist ekk­ert mjög mikið til lengd­ar í þess­ari geðveiki sem við erum komn­ir í núna,“ seg­ir hann. „Við erum að sjá vakt­ir fara upp í 17 tíma, sem er nátt­úr­lega klikk­un.

Gert er ráð fyr­ir því að kokk­ar og þjón­ar vinni 15 daga af 30 en fæst­ir þeirra fá sína 15 daga í frí, að sögn Ní­els. „Vinnu­tím­inn er of mik­ill. Á sama tíma og við erum að reyna að minnka hann þá eykst hann vegna þess að það vant­ar mann­skap.“

Mynd: úr safni

Greint frá á mbl.is.

Sigurður Már er bæði bakara- og konditormeistari að mennt. Bakaraiðn lærði Sigurður í fjölskyldufyrirtæki sínu Bernhöftsbakarí, en konditorifagið í Chemnitz í Þýskalandi. Sigurður Már er formaður Konditorsambands Íslands og meðlimur í þýska Konditorsambandinu. Hægt er að hafa samband við Sigurð í netfanginu [email protected]

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið