Viðtöl, örfréttir & frumraun
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
Katja Tuomainen verður Food & Fun gestakokkur á Fröken Reykjavík dagana 12.–16. mars. Katja er þaulreyndur finnskur matreiðslumeistari og hefur þjálfað finnska kokkalandsliðið frá árinu 2020. Hún hefur verið meðlimur liðsins síðan 2016 og gegnt lykilhlutverki í velgengni þess. Liðið vann meðal annars gullverðlaun á IKA Ólympíuleikunum í matreiðslu 2024.
Katja er með sterkan bakgrunn bæði á finnskum veitingahúsum og í keppniseldamennsku. Hún hefur verið fulltrúi Finnlands á alþjóðavettvangi í matreiðslu um árabil. Hún er einnig alþjóðlegur matreiðsludómari og nýtir þar sérþekkingu sína og djúpan skilning á matargerðarlist í keppnir um allan heim.
Matargerð Kötju er innblásin af norrænu hráefni og hefðum, en hún nýtur þess líka að blanda nútímatækni og áhrifum. Hún metur nákvæmni, jafnvægi og virðingu fyrir náttúrulegum bragði hágæða hráefna. Á Food & Fun 2025 mun Katja kynna finnskt bragð með árstíðabundinni og fágaðri nálgun. Á matseðlinum verða hráefni eins og lúða, bjarnarlaukur og hirsi til að fagna hreinleika og einfaldleika norrænnar matargerðar.
Á meðan dvöl hennar stendur mun Snædís Xyza Mae Jónsdóttir, nýráðinn yfirkokkur á Fröken Reykjavík, vera henni til halds og traust. Snædís er þekkt fyrir sína metnaðarfullu og skapandi nálgun í eldamennsku og hefur víðtæka reynslu í íslenskum og alþjóðlegum veitingarekstri.
Sjá einnig: Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
Með sameiginlega ástríðu fyrir norrænni matargerð og keppniseldamennsku munu þær Katja og Snædís skapa einstaka matarupplifun fyrir gesti Food & Fun hátíðarinnar.
-
Markaðurinn1 dagur síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn2 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Vín, drykkir og keppni10 klukkustundir síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar






