Markaðurinn
Þetta verður þú að prófa – Heitt kakó með Kókómjólk og þeyttum frosnum rjóma
Kókómjólkin klassíska kemur hér skemmtilega á óvart sem dásamlegt heitt kakó. Frábær leið til að útbúa heitt kakó með engri fyrirhöfn en á köldum mánuðum kemur oft löngun í heitan drykk og þá er frábært að geta skellt fyrirhafnarlaust í einn slíkan.
Það að frysta rjómann er frábær leið til þess að kæla niður heitt kakó fyrir börnin og skemmtilegt á sama tíma. Hægt er að stinga út rjómann og geyma tilbúinn í boxi í frystinum. Alltaf tilbúinn í heita kakóið.
1 l. kókómjólk
250 ml rjómi
Þeytið rjómann og finnið til bökunarpappír og gott að nota ofnplötu eða bakka sem passar í frystinn hjá ykkur. Leggið bökunarpappírinn yfir bakkann og dreifið rjómanum yfir, gott er að hann sé um 1-2 cm að þykkt. Frystið í 2 tíma.
Hitið kókómjólkina í potti eða örbylgjuofni, gott að slökkva undir rétt áður en hún fer að sjóða.
Takið smákökuform og stingið út í rjómann meðan hann er frosinn og setjið út í heitt kakó.
Uppskrift frá Gottimatinn.is

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel8 klukkustundir síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn