Markaðurinn
Þetta verður þú að prófa – Heitt kakó með Kókómjólk og þeyttum frosnum rjóma
Kókómjólkin klassíska kemur hér skemmtilega á óvart sem dásamlegt heitt kakó. Frábær leið til að útbúa heitt kakó með engri fyrirhöfn en á köldum mánuðum kemur oft löngun í heitan drykk og þá er frábært að geta skellt fyrirhafnarlaust í einn slíkan.
Það að frysta rjómann er frábær leið til þess að kæla niður heitt kakó fyrir börnin og skemmtilegt á sama tíma. Hægt er að stinga út rjómann og geyma tilbúinn í boxi í frystinum. Alltaf tilbúinn í heita kakóið.
1 l. kókómjólk
250 ml rjómi
Þeytið rjómann og finnið til bökunarpappír og gott að nota ofnplötu eða bakka sem passar í frystinn hjá ykkur. Leggið bökunarpappírinn yfir bakkann og dreifið rjómanum yfir, gott er að hann sé um 1-2 cm að þykkt. Frystið í 2 tíma.
Hitið kókómjólkina í potti eða örbylgjuofni, gott að slökkva undir rétt áður en hún fer að sjóða.
Takið smákökuform og stingið út í rjómann meðan hann er frosinn og setjið út í heitt kakó.
Uppskrift frá Gottimatinn.is
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Markaðurinn2 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Nemendur & nemakeppni23 klukkustundir síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala
-
Bocuse d´Or23 klukkustundir síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan