Markaðurinn
Þetta verður þú að prófa – Heitt kakó með Kókómjólk og þeyttum frosnum rjóma
Kókómjólkin klassíska kemur hér skemmtilega á óvart sem dásamlegt heitt kakó. Frábær leið til að útbúa heitt kakó með engri fyrirhöfn en á köldum mánuðum kemur oft löngun í heitan drykk og þá er frábært að geta skellt fyrirhafnarlaust í einn slíkan.
Það að frysta rjómann er frábær leið til þess að kæla niður heitt kakó fyrir börnin og skemmtilegt á sama tíma. Hægt er að stinga út rjómann og geyma tilbúinn í boxi í frystinum. Alltaf tilbúinn í heita kakóið.
1 l. kókómjólk
250 ml rjómi
Þeytið rjómann og finnið til bökunarpappír og gott að nota ofnplötu eða bakka sem passar í frystinn hjá ykkur. Leggið bökunarpappírinn yfir bakkann og dreifið rjómanum yfir, gott er að hann sé um 1-2 cm að þykkt. Frystið í 2 tíma.
Hitið kókómjólkina í potti eða örbylgjuofni, gott að slökkva undir rétt áður en hún fer að sjóða.
Takið smákökuform og stingið út í rjómann meðan hann er frosinn og setjið út í heitt kakó.
Uppskrift frá Gottimatinn.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






