Smári Valtýr Sæbjörnsson
Þetta er veisla sem þú mátt ekki missa af
Úlfar Finnbjörnsson, matreiðslumeistari, er rétt nefndur villti kokkurinn og hann er snillingur í að útbúa kræsingar úr villibráðinni. Hann mun skreyta hlaðborðið með ómótstæðilegum villibráðaréttum á einstakri villibráðarhelgi dagana 4. – 5. október 2013 á Grand Hótel Reykjavík þar sem hann mun töfra fram veislurétti úr íslenskri og erlendri villibráð. Einstakt tækifæri fyrir sælkera, en allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu hótelsins á vefslóðinni www.grand.is
Að því tilefni birtum við eftirfarandi umfjöllun þegar veitingageirinn.is fór á villibráðarhlaðborðið árið 2011:
4.11.2011
Villibráð á Grand hótel – Myndir og vídeó
Nú nýlega hélt hótelið villibráðahelgi og hafði fengið villta kokkinn hann Úlfar Finnbjörnsson til að sjá um herlegheitin í tilefni af útkomu bókar hans og voru flestir réttirnir á borðinu úr áðurnefndri bók.
Crew 1 frá Freisting.is var boðið að koma og upplifa í eigin persónu villibráðarhlaðborðið.
Villibráðahlaðborðið var upp á 4. hæð í sal sem heitir Háteigur og var byrjað með fordrykk kl: 19:00, en við stækkun á hótelinu hefur verið byggður annar salur á móti og utan á honum er smá bar með yfirsýn í stóra lobbýið á hótelinu, glæsilegt útsýni, svo fór fólk að tínast í sætin og var salurinn alveg einstakleg flott upp settur og gaf vissan tón í byrjun.
Á borðinu voru eftirfarandi réttir:
Kaldir réttir
Grafin gæs með bláberjasósu
Reykt gæs með sesamvinaigrette
Gæsalifrarmousse með lauksultu og kúrenum
Hreindýraterrine með títtuberjasósu
Heitreykt hreindýrahjörtu með piparrótarsósu
Hreindýralifrarkæfa með sólberjahlaupi
Heitreyktur skarfur með gráðostafrauði
Rósapipargrafinn skarfur með mangósalsa
Þurrkaðar hreindýrapylsur með grænum pipar
Andaballadin með appelsínusósu
Reykt hrefnurúlla með sesamosti
Hrefnu og papajatartar með Úllallasósu
Gæsarillet með Grandmariner
Kalt meðlæti
Brokkolísalat með rúsínum og rauðlauk
Melónu- og mangósalat með cumin
Couscous salat með coriander og mintu
Eplasalat
Blandað salat
Berjasoðnar perur
Blönduð brauð
Heitir réttir
Rjúpusúpa
Léttsteiktar gæsabringur með bláberjasósu
Heilsteiktir hreindýravöfðar með villisveppasósu
Hrefnusteik með engifer og Terriakisósu
Léttsteiktar svartfuglabringur með valhnetu- og granateplasósu
Heitt meðlæti
Kartöflumús með beikoni og lauk
Balsamikgljáður perlulaukur
Bakað fennel
Bakað blandað grænmeti
Sykurbrúnaðar rófur
Byrjuðum við á rjúpusúpunni, en hún var borin fram í glasi og þvílíkt sælgæti, það var ekki laust við að maður táraðist þegar minnkaði í glasinu, svo smakkaði maður á öllum forréttunum og var alltaf sama niðurstaða, frábært í einu orði sagt.
Eftir smá pásu var haldið í aðalréttina og prufa tekin af öllu og ekki óvænt varð niðurstaðan sú sama og í forréttunum.
Svo voru það eftirréttirnir en þeir voru frekar nettir flestum til mikillar gleði og setti punktinn yfir þetta hlaðborð.
Allir réttirnir voru lagaðir frá grunni og ekkert keypt tilbúið og var það eitt af lykilatriðum hversu vel þetta tókst til, ásamt því að það eru mjög fáir sem fara í skóna hans Úlfars þegar kemur að villibráð.
Ekki má gleyma þjónustunni en ég hef aldrei upplifað hana svo góða eins og raunin var þetta kvöld.
Þetta samstarf Úlfars og Grand hótel var til fyrirmyndar og vonandi verður þetta að árlegum atburði.
Meðfylgjandi myndir eru frá kvöldverðinum:
Allar nánari upplýsingar á www.grand.is
Myndband og myndir: Matthías
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn24 klukkustundir síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10