Vertu memm

Nemendur & nemakeppni

Þetta er skylduáhorf hjá nemendum í veitingageiranum | Þessi sigruðu nemakeppnina í Danmörku

Birting:

þann

horesta_keppni_28042013

Á ári hverju skipuleggur HORESTA í Danmörk keppni fyrir matreiðslu-, og framreiðslunema, nemendur hjá veisluþjónustum, smurbrauði og fór keppnin fram í Bella Center í Kaupmannahöfn nú á dögunum.

Hjá matreiðslunemum tóku 10 skólar þátt og í hverju liði voru tveir nemendur og einn þjálfari og þurfti hvert lið að fara í skriflegt próf og elda þriggja rétta kvöldverð (forrétt, aðalrétt og eftirrétt) og höfðu liðin rúmlega sex klukkustundir til að elda fyrir tíu manns.

Hjá framreiðslunemum tóku 5 skólar þátt og í hverju liði voru tveir nemendur og einn þjálfari. Nemendur fóru í skriflegt próf, lögðu á borð, skýring á vali vína á matseðlum, kokteila, afgreiða frá ostvagni og fyrirskurð við borð gesta.

Hjá veisluþjónustu nemum tóku 6 lið þátt og í hverju liði voru tveir nemendur og einn þjálfari. Hvert lið tók þátt í skriflegu prófi, eldaði aðalrétt bæði fisk og kjöt á fati fyrir sjö manns.

Hjá smurbruðsnemum tóku 3 lið þátt og í hverju liði voru tveir nemendur og einn þjálfari. Liðin þurftu að taka skriflegt próf, elda þrjá rétti sem hluti af hlaðborði sem var fyrir 10 manns og gera 6 lúxus samlokur.

Úrslit urðu:

Matreiðslunemar
Emil Skovsgaard Bjerg, Søllerød Kro og Hotel- og Restaurantskolen í Kaupmannahöfn
Patrick Bach Andersen, Søllerød Kro og Hotel- og Restaurantskolen í Kaupmannahöfn

Framreiðslunemar
Tobias Andersen, Dyvig Badehotel og Teknisk Skole Silkeborg
Christian Neve, Sallingsund Færgekro og Teknisk Skole Silkeborg

Smurbrauð
Kathrine Lundh fra Told og Snaps, elev på Hotel- og Restaurant Skolen i København
Louise Sylvester Mathiasen fra Hotel Nyborg Strand, elev på Hotel- og Restaurant Skolen i København

Nemar hjá veisluþjónustum
Kammille Mariah Larsen fra Dansani, elev på EUC Syd
Louise Christiansen fra Café Alsion, elev på EUC Syd
Eftirfarandi myndbönd er frá keppninni:

Nemar hjá veisluþjónustum:
xxxxxxxxxx
Matreiðslunemar:
Framreiðslunemar:
Smurbrauðsnemar:
/Sverrir
Mynd: elevkonkurrencer.dk

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið