Vín, drykkir og keppni
Þetta er klárlega viðburður fyrir áhugafólk um kokteila
Kokteila barþjónninn Selma Slabiak frá New York verður með pop-up á Skál í kvöld og á morgun 23. nóvember frá klukkan 18:00 til 23:30.
Þar mun hún taka yfir drykkjaprógrammið á Skál! og hræra og hrista sína vinsælustu drykki í gegnum tíðina.
Selma er fædd og uppalin í Danmörku en flutti til New York árið 2007 til að láta ljós sitt skína í kokteila-heiminum. Síðan þá hefur hún verið yfir barþjónn á hinum margrómaða og Michelin verðlaunaða veitingastað ASKA en sá veitingastaður er í Brooklyn og er undir ný-norrænum áhrifum.
Selma hefur gefið út áhugaverða bók „Spirit of the North – cocktails and stories from Scandinavia“, en þar er tekið saman störf hennar og áhuga á hráefnum og jurtum frá köldum slóðum.
Ásamt því að taka til hendinni á Donna Cocktail Club og öðrum svölum stöðum í Brooklyn og Manhattan.
Hennar sérgrein er t.a.m. að búa til og hanna drykki sem eiga rætur að rekja til norrænna hráefna og aðferða. Hún sýnir náttúru og segir sögu norðurslóða í gegnum vel blandaða drykki.
Mynd: facebook / Skál
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt4 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Keppni2 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni






