Vín, drykkir og keppni
Þetta er klárlega viðburður fyrir áhugafólk um kokteila
Kokteila barþjónninn Selma Slabiak frá New York verður með pop-up á Skál í kvöld og á morgun 23. nóvember frá klukkan 18:00 til 23:30.
Þar mun hún taka yfir drykkjaprógrammið á Skál! og hræra og hrista sína vinsælustu drykki í gegnum tíðina.
Selma er fædd og uppalin í Danmörku en flutti til New York árið 2007 til að láta ljós sitt skína í kokteila-heiminum. Síðan þá hefur hún verið yfir barþjónn á hinum margrómaða og Michelin verðlaunaða veitingastað ASKA en sá veitingastaður er í Brooklyn og er undir ný-norrænum áhrifum.
Selma hefur gefið út áhugaverða bók „Spirit of the North – cocktails and stories from Scandinavia“, en þar er tekið saman störf hennar og áhuga á hráefnum og jurtum frá köldum slóðum.
Ásamt því að taka til hendinni á Donna Cocktail Club og öðrum svölum stöðum í Brooklyn og Manhattan.
Hennar sérgrein er t.a.m. að búa til og hanna drykki sem eiga rætur að rekja til norrænna hráefna og aðferða. Hún sýnir náttúru og segir sögu norðurslóða í gegnum vel blandaða drykki.
Mynd: facebook / Skál
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






