Vín, drykkir og keppni
Þetta er klárlega viðburður fyrir áhugafólk um kokteila
Kokteila barþjónninn Selma Slabiak frá New York verður með pop-up á Skál í kvöld og á morgun 23. nóvember frá klukkan 18:00 til 23:30.
Þar mun hún taka yfir drykkjaprógrammið á Skál! og hræra og hrista sína vinsælustu drykki í gegnum tíðina.
Selma er fædd og uppalin í Danmörku en flutti til New York árið 2007 til að láta ljós sitt skína í kokteila-heiminum. Síðan þá hefur hún verið yfir barþjónn á hinum margrómaða og Michelin verðlaunaða veitingastað ASKA en sá veitingastaður er í Brooklyn og er undir ný-norrænum áhrifum.
Selma hefur gefið út áhugaverða bók „Spirit of the North – cocktails and stories from Scandinavia“, en þar er tekið saman störf hennar og áhuga á hráefnum og jurtum frá köldum slóðum.
Ásamt því að taka til hendinni á Donna Cocktail Club og öðrum svölum stöðum í Brooklyn og Manhattan.
Hennar sérgrein er t.a.m. að búa til og hanna drykki sem eiga rætur að rekja til norrænna hráefna og aðferða. Hún sýnir náttúru og segir sögu norðurslóða í gegnum vel blandaða drykki.
Mynd: facebook / Skál

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni5 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt22 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?