Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Þétt stemning og stórkostleg pörun frá fyrsta glasi til síðasta bita

Birting:

þann

Fiskmarkaðurinn

Það er einstakt kvöld framundan á Fiskmarkaðnum þann 23. október þegar haldið verður glæsilegt Riesling & Sake kvöld í samstarfi við Kampavínsfjelagið. Þar munu gestir njóta sex rétta kvöldverðar með vönduðu sake og vínum í sérflokki, í fylgd sannkallaðra meistara á sínu sviði.

Frá Þýskalandi kemur Dominik Sona, víngerðarmaður hjá hinu margverðlaunaða húsi Koehler-Ruprecht, ásamt Rei Suzuki, sem á ættir að rekja til sake-framleiðenda í Japan og hefur verið lykilmaður í samstarfi milli þessara tveggja vínaheima. Með þeim í för er von á hinum heimsþekkta sake-framleiðanda hr. Zakuj, sem kemur sérstaklega til landsins frá Japan og lofar að færa gestum einstaka sýn inn í heim japanskrar sake-listar.

Zakuj er nafn sem margir sake-áhugamenn þekkja vel, því hrísgrjónavín hans eru á vínseðlum helstu Michelin-veitingastaða Japans og víðar um heiminn. Það er því engin smá viðbót við glæsilega dagskrá Fiskmarkaðarins þegar þessi framleiðandi stígur á svið.

Kvöldið hefst með fordrykk á vínbarnum UPPI klukkan 18:30, þar sem boðið verður upp á kampavín til að stilla stemninguna. Að því loknu heldur hópurinn niður á Fiskmarkaðinn, þar sem hefst sex rétta kvöldverður klukkan 19:30 með sérhönnuðu sake-pörun sem lofar ógleymanlegri upplifun fyrir bragðlauka og vínáhugamenn.

Þessi viðburður, sem ekki á sér fordæmi hér á landi, er til marks um vaxandi áhuga á samspili austurlenskrar og evrópskrar vínhefðar og staðfestir leiðandi stöðu Fiskmarkaðarins í að skapa einstaka matarviðburði fyrir gesti sína.

Matseðill

Icelandic queen scallop
– Zaku Impression H

Grilled Oyster Mushrooms
– 2022 Saumagen Riesling kabinett trocken

The Fishmarket Seafood soup
– Zaku Gen no Tomo

Softshellcrab
– 2018 Saumagen Riesling Auslese trocken

Beef tataki
– 2022 Spatburgunder Kabinett trocken

Miso „Black cod“
– Zaku Kaizan Ittekisui

35.000 á haus – Fordrykkur, matur og vínpörun

Bókanir fara fram á Dineout.is.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið