Viðtöl, örfréttir & frumraun
Þétt stemning og stórkostleg pörun frá fyrsta glasi til síðasta bita
Það er einstakt kvöld framundan á Fiskmarkaðnum þann 23. október þegar haldið verður glæsilegt Riesling & Sake kvöld í samstarfi við Kampavínsfjelagið. Þar munu gestir njóta sex rétta kvöldverðar með vönduðu sake og vínum í sérflokki, í fylgd sannkallaðra meistara á sínu sviði.
Frá Þýskalandi kemur Dominik Sona, víngerðarmaður hjá hinu margverðlaunaða húsi Koehler-Ruprecht, ásamt Rei Suzuki, sem á ættir að rekja til sake-framleiðenda í Japan og hefur verið lykilmaður í samstarfi milli þessara tveggja vínaheima. Með þeim í för er von á hinum heimsþekkta sake-framleiðanda hr. Zakuj, sem kemur sérstaklega til landsins frá Japan og lofar að færa gestum einstaka sýn inn í heim japanskrar sake-listar.
Zakuj er nafn sem margir sake-áhugamenn þekkja vel, því hrísgrjónavín hans eru á vínseðlum helstu Michelin-veitingastaða Japans og víðar um heiminn. Það er því engin smá viðbót við glæsilega dagskrá Fiskmarkaðarins þegar þessi framleiðandi stígur á svið.
Kvöldið hefst með fordrykk á vínbarnum UPPI klukkan 18:30, þar sem boðið verður upp á kampavín til að stilla stemninguna. Að því loknu heldur hópurinn niður á Fiskmarkaðinn, þar sem hefst sex rétta kvöldverður klukkan 19:30 með sérhönnuðu sake-pörun sem lofar ógleymanlegri upplifun fyrir bragðlauka og vínáhugamenn.
Þessi viðburður, sem ekki á sér fordæmi hér á landi, er til marks um vaxandi áhuga á samspili austurlenskrar og evrópskrar vínhefðar og staðfestir leiðandi stöðu Fiskmarkaðarins í að skapa einstaka matarviðburði fyrir gesti sína.
Matseðill
Icelandic queen scallop
– Zaku Impression H
Grilled Oyster Mushrooms
– 2022 Saumagen Riesling kabinett trocken
The Fishmarket Seafood soup
– Zaku Gen no Tomo
Softshellcrab
– 2018 Saumagen Riesling Auslese trocken
Beef tataki
– 2022 Spatburgunder Kabinett trocken
Miso „Black cod“
– Zaku Kaizan Ittekisui
35.000 á haus – Fordrykkur, matur og vínpörun
Bókanir fara fram á Dineout.is.
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel14 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park






