Vertu memm

Markaðurinn

Þessum poka gæti orðið erfitt að loka aftur

Birting:

þann

Bíó Kropp

Þegar kemur að sælgæti er fátt skemmtilegra en að fá aftur á markað vöru sem sló í gegn en var einungis fáanleg í takmarkaðan tíma.

Nema auðvitað þegar aðaleinkenni þeirrar vöru er sameinað annarri vöru sem einnig hefur slegið í gegn og úr verður ný og einstök bragðupplifun, byggð á þrautreyndum grunni.

Fyrir tíu árum ætlaði allt um koll að keyra hjá þjóðinni þegar Nói Síríus setti í fyrsta skipti á markað Nóa Kropp með hvítu súkkulaði. Fyrir tveimur árum leit svo Bíó Kroppið dagsins ljós, stórar kúlur með smjör og salt bragði, sem undanfarið hafa verið fáanlegar sem Idol Kropp.

Nú hafa sælkerarnir hjá Nóa Síríus sameinað þessa tvo bragðheima en Bíó Kropp með hvítu súkkulaði er nú á leið í verslanir.

„Okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt í tilefni þess að tíu ár eru síðan Nóa Kropp með hvítu súkkulaði leit fyrst dagsins ljós,“

segir Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus.

„Og þar sem Idol Kroppið með smjör og salt bragði hefur slegið rækilega í gegn ákváðum við að prófa að nota þær kúlur í stað þeirra hefðbundnu.

Þær eru stærri og og það verður að segjast eins og er að útkoman er eiginlega umfram væntingar,“

bætir Auðjón við og segir smjör og salt bragðið fari alveg einstaklega vel með hvíta súkkulaðinu.

„Svo vel reyndar að ég get ímyndað mér að það verði mörgum erfitt að loka pokanum aftur,“

segir Auðjón brosandi.

Hvíta Bíó Kroppið, sem fæst í takmörkuðu magni, bætist í fríðan flokk Nóa Kropps sem prýðir hillur verslana.

Klassíska Nóa Kroppið sem glatt hefur landsmenn á góðum stundum í áratugi stendur alltaf fyrir sínu, enda oft kallað hættulega ávanabindandi, og fyrir þau sem vilja örlítið hærra hlutfall af ljúffengu rjómasúkkulaðinu er Nóa Kropp súkkulaðistykkið hin fullkomna lausn.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið