Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Þessir veitingastaðir verða í nýju mathöllinni á Glerártorgi
Nú er orðið ljóst hvaða veitingastaðir verða til húsa í mathöllinni á Glerártorgi sem verður opnuð innan skamms. Aðstandendur lofa áhugaverðri og fjölbreyttri upplifun á sex veitingastöðum.
Áætlað er að opna í september, en búið er að ganga frá samningum við alla og framkvæmdir við húsnæðið er á lokametrunum.
„Við erum komnir með öflugan og frambærilegan hóp fagmanna til að opna veitingastaðina í Iðunni mathöll. Um er að ræða sex rekstraraðila sem leggja sitt af mörkum til þess að mæta þörfum og löngunum bæjarbúa, eftir bestu getu,“
segja þeir Guðmundur Pétursson og Aron Lárusson, rekstraraðilar mathallarinnar í samtali við akureyri.net.
Eftirtaldir staðir verða í Iðunni mathöllinni:
La Cuisine, sem er franskt bistro
Fuego Taqueria, sem býður upp á mexíkóskan mat
Retro Chicken, sem verður með kjúkling og hamborgara á sínum matseðli
Pizza Popolare, sem eins og nafnið gefur til kynna býður upp á pizzur, sem er í eigu Arons og Guðmundar.
Þá verður einnig sushistaður í mathöllinni sem enn hefur ekki fengið nafn sem og kaffihús og bar sem líka er enn nafnlaus. Sá staður mun selja kaffi, kökur og smörrebröd á daginn og drykki á kvöldin.
Það er því ljóst að úrvalið í mathöllinni verður fjölbreytt og ættu því allir að geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi bæði í mat og drykk.
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is

-
Keppni4 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025