Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Þessir veitingastaðir verða í nýju mathöllinni á Glerártorgi
Nú er orðið ljóst hvaða veitingastaðir verða til húsa í mathöllinni á Glerártorgi sem verður opnuð innan skamms. Aðstandendur lofa áhugaverðri og fjölbreyttri upplifun á sex veitingastöðum.
Áætlað er að opna í september, en búið er að ganga frá samningum við alla og framkvæmdir við húsnæðið er á lokametrunum.
„Við erum komnir með öflugan og frambærilegan hóp fagmanna til að opna veitingastaðina í Iðunni mathöll. Um er að ræða sex rekstraraðila sem leggja sitt af mörkum til þess að mæta þörfum og löngunum bæjarbúa, eftir bestu getu,“
segja þeir Guðmundur Pétursson og Aron Lárusson, rekstraraðilar mathallarinnar í samtali við akureyri.net.
Eftirtaldir staðir verða í Iðunni mathöllinni:
La Cuisine, sem er franskt bistro
Fuego Taqueria, sem býður upp á mexíkóskan mat
Retro Chicken, sem verður með kjúkling og hamborgara á sínum matseðli
Pizza Popolare, sem eins og nafnið gefur til kynna býður upp á pizzur, sem er í eigu Arons og Guðmundar.
Þá verður einnig sushistaður í mathöllinni sem enn hefur ekki fengið nafn sem og kaffihús og bar sem líka er enn nafnlaus. Sá staður mun selja kaffi, kökur og smörrebröd á daginn og drykki á kvöldin.
Það er því ljóst að úrvalið í mathöllinni verður fjölbreytt og ættu því allir að geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi bæði í mat og drykk.
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






