Keppni
Þessir keppa um titilinn Kokkur ársins 2022
Forkeppni Kokkur ársins 2022 fór fram í IKEA í dag, fimmtudaginn 28. apríl. Sjö frábærir keppendur tóku þátt og mjög mjótt var á munum en fimm keppendur komust áfram sem keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2022. Úrslitin verða haldin á laugardaginn 30. apríl í Ikea.
Þeir sem komust áfram voru (raðað eftir stafrófsröð):
Gabríel Kristinn Bjarnason, Héðinn Restaurant
Hugi Rafn Stefánsson
Ísak Aron Jóhannsson, Lux veitingar
Kristinn Gísli Jónsson, Speilsalen, Hotel Britannia, Þrándheimi
Rúnar Pierre Heriveaux, veitingahúsinu OX
Dómarar í forkeppninni voru:
Bjarni Siguróli Jakobsson
Hafliði Halldórsson
Friðgeir Ingi Eiríksson
Hafsteinn Ólafsson
Hrefna Sætran
Með fylgir myndir af réttunum frá forkeppninni.
Í verðlaun er:
1. sæti – 300.000 kr.
2. sæti – 200.000 kr.
3. sæti – 100.000 kr.
Kokkur ársins 2022 hlýtur þátttökurétt fyrir Íslands hönd í Nordic Chef of the Year 2023.
Það er Klúbbur matreiðslumeistara sem hefur veg og vanda að keppninni.
Keppnin hefur ekki verið haldin s.l. ár vegna COVID-19 heimsfaraldurs. Árið 2019 hreppti Sigurjón Bragi Geirsson titilinn Kokkur ársins.
Myndir: Þórir Erlingsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni5 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin