Vín, drykkir og keppni
Þessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
Tilnefningar til Bartenders’ Choice Awards voru kynntar við hátíðlega athöfn á Kaldi Bar síðastliðið sunnudagskvöld. Á undanförnum árum hafa verðlaunin skipað sér sess sem einn mikilvægasti vettvangur bar- og veitingageirans á Íslandi, þar sem þeir sem skara fram úr eru heiðraðir og nýsköpun í drykkjamenningu landsins dregin fram.
Ísland tók nú þátt í áttunda sinn og var dómnefnd skipuð til að velja einstaklinga og staði í fjölmörgum flokkum. Þar á meðal eru besti barþjónn, upprennandi barþjónn, besti kokteilbarinn, besti nýi kokteilbarinn, framlag til þróunar bargeirans, besta andrúmsloftið, besti kokteilseðillinn, besti kokteillinn, besti veitingastaðurinn, val fólksins og fagsíður. Með þessum flokkum er leitast við að fanga breiddina í faginu og varpa ljósi á ólíkar hliðar þess sem gera bar- og veitingamenningu lifandi.
Til landsins komu Jakob, Joel og Andreas frá Bartenders’ Choice Awards. Ferð þeirra snerist annars vegar um að kynnast íslenskri kokteilmenningu og hins vegar um að tilnefna þá aðila og bari sem nú hafa tryggt sér sæti á úrslitalista ársins.
Úrslitin verða kynnt á Bartenders’ Choice Awards Nordics Gala, sem fer fram í 16. mars í Stokkhólmi í Svíþjóð. Þar kemur í ljós hverjir hljóta verðlaunin að þessu sinni og þar með hverjir setja tóninn fyrir næsta kafla í norrænni bar- og drykkjamenningu.
Hér að neðan eru allar tilnefningarnar á Íslandi.
Myndir: bartenderschoiceawards.com
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn2 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÁfengislaust freyðivín Elton Johns komið í sölu í Bretlandi













































