Frétt
Þessi veitingahús standa með íslenskri náttúru og segja nei við laxi úr sjókvíaeldi
Föstudaginn 13. júlí s.l. hóf Icelandic Wildlife Fund (IWF) dreifingu á miðum til að setja í glugga veitingastaða og matvöruverslana með skilaboðunum:
„Við bjóðum aðeins lax úr sjálfbæru landeldi“
Laxeldi í opnum sjókvíum er skaðlegt fyrir villta íslenska laxastofna
Þegar hafa fjölmargir af helstu veitingastöðum Reykjavíkur sett upp miða frá IWF og eru fleiri á leiðinni ásamt ýmsum matvöruverslunum.
Laxeldi í sjókvíum er mengandi iðnaður sem ógnar umverfi og lífríki Íslands, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá IWF. Þar er að auki er sorglega illa búið að eldisdýrunum en sjókvíaeldisfyrirtækin gera beinlínis ráð fyrir því í rekstraráætlunum sínum að 20 prósent laxanna lifi ekki af þær aðstæður sem þeim eru búnar í kvíunum. Skemmst er að minnast gríðarlegs fiskidauða hjá sjókvíaeldisfyrirtækjum við Ísland síðastliðinn vetur.
Ísland er síðasta vígi villta Atlantshafslaxins. Tegundin er nánast útdauð til dæmis í löndum á meginlandi Evrópu þar sem áður gengu gríðarleg magn af laxi upp ár. Íslenskir laxastofnar eru einstakir og þeim stendur veruleg ógn af eldislaxi sem sleppur úr sjókvíum. Eldislaxinn er af norskum stofni og hefur verið þróaður sem húsdýrastofn sem vex miklu hraðar en villtur lax og hefur að auki glatað ýmsum eiginleikum sem þarf til að komast af í náttúrunni. Þegar norski laxinn blandast íslenska stofninum draga þessir eiginleikar úr hæfni villta laxins, stofninn dregst saman og deyr að lokum út.
Veitingahús sem hafa sett upp gluggamiða IWF:
- Apótekið
- Fiskmarkaðurinn
- Grái kötturinn
- Grillmarkaðurinn
- Messinn
- Sumac
- Sushi Social
- Sæta svínið
- Tapasbarinn
Þau sem vilja fá miðana í glugga fyrirtækja sinnar og taka með því þátt í að standa vörð um íslenska náttúru og lífríki geta sent Icelandic Wildlife Fund skilaboð á Facebook hér.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn4 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Frétt4 dagar síðanÓeðlileg lykt og bragð í rúsínum leiðir til innköllunar






