Vertu memm

Frétt

Þessi veitingahús standa með íslenskri náttúru og segja nei við laxi úr sjókvíaeldi

Birting:

þann

Lax

Föstudaginn 13. júlí s.l. hóf Icelandic Wildlife Fund (IWF) dreifingu á miðum til að setja í glugga veitingastaða og matvöruverslana með skilaboðunum:

„Við bjóðum aðeins lax úr sjálfbæru landeldi“

Laxeldi í opnum sjókvíum er skaðlegt fyrir villta íslenska laxastofna

Þegar hafa fjölmargir af helstu veitingastöðum Reykjavíkur sett upp miða frá IWF og eru fleiri á leiðinni ásamt ýmsum matvöruverslunum.

Laxeldi í sjókvíum er mengandi iðnaður sem ógnar umverfi og lífríki Íslands, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá IWF. Þar er að auki er sorglega illa búið að eldisdýrunum en sjókvíaeldisfyrirtækin gera beinlínis ráð fyrir því í rekstraráætlunum sínum að 20 prósent laxanna lifi ekki af þær aðstæður sem þeim eru búnar í kvíunum. Skemmst er að minnast gríðarlegs fiskidauða hjá sjókvíaeldisfyrirtækjum við Ísland síðastliðinn vetur.

Ísland er síðasta vígi villta Atlantshafslaxins. Tegundin er nánast útdauð til dæmis í löndum á meginlandi Evrópu þar sem áður gengu gríðarleg magn af laxi upp ár. Íslenskir laxastofnar eru einstakir og þeim stendur veruleg ógn af eldislaxi sem sleppur úr sjókvíum. Eldislaxinn er af norskum stofni og hefur verið þróaður sem húsdýrastofn sem vex miklu hraðar en villtur lax og hefur að auki glatað ýmsum eiginleikum sem þarf til að komast af í náttúrunni. Þegar norski laxinn blandast íslenska stofninum draga þessir eiginleikar úr hæfni villta laxins, stofninn dregst saman og deyr að lokum út.

Veitingahús sem hafa sett upp gluggamiða IWF:

  • Apótekið
  • Fiskmarkaðurinn
  • Grái kötturinn
  • Grillmarkaðurinn
  • Messinn
  • Sumac
  • Sushi Social
  • Sæta svínið
  • Tapasbarinn

Þau sem vilja fá miðana í glugga fyrirtækja sinnar og taka með því þátt í að standa vörð um íslenska náttúru og lífríki geta sent Icelandic Wildlife Fund skilaboð á Facebook hér.

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið