Markaðurinn
Þessi skjöldur er bara fyrir þá sem fylgja ströngustu gæðakröfum – Vídeó
Skjöldur upprunamerkisins Íslenskt lambakjöt / Icelandic Lamb er tákn um gæðaframleiðslu sem ávallt má treysta að uppfylli ströngustu kröfur. Skjöldinn má aðeins hafa til sýnis á veitingastöðum þar sem íslenskt úrvalslamb er matreitt og framreitt.
Skjöldurinn skal ávallt hafður á áberandi stað svo að gestir viðkomandi veitingastaða taki vel eftir honum. Skjöldurinn er einungis til afnota hjá þeim samstarfsaðilum Íslensks lambakjöts sem uppfylla skilyrði samnings þess um samstarf. Frá og með maí 2021 er líka hægt að fá skjöldinn í íslenskri útgáfu.
Gerum Íslenska lambið sýnilegra
Markaðsstofan Icelandic Lamb vinnur með veitingastöðum að því að gera íslenskt lambakjöt sýnilegra á matseðlum, heimasíðum og samfélagsmiðlum veitingastaðanna.
Icelandic Lamb leggur samstarfsaðilum sínum til markaðsefni sem auðveldar þeim að segja söguna af okkar einstaka gæðahráefni – og með því að nota merki Icelandic Lamb sem gæðamerki sem vísar til uppruna og hreinleika vörunnar er gestum tryggð hámarksupplifun.
Icelandic Lamb auglýsir samstarfið við veitingahús til ferðamanna og íslenskra neytenda sem eykur virði samstarfsaðila sem nýta vörumerkið og markaðsefni þess.
Vídeó
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu