Keppni
Þessi keppa um helgina í matreiðslukeppninni Arctic Young chef – Bein útsending
Nú er búið að fara yfir allar umsóknir í keppnina Arctic Young chef. Alls sóttu 16 keppendur um að komast í næstu umferð, en aðeins 8 þeirra komust í gegn.
Nöfn keppenda:
Andrés Björgvinsson
Óskar Þór Guðjónsson
Natawut Saengsut
Mikael Einarsson
Angela
Simon Kristjánsson Sullca
María Ósk Steinsdóttir
Konráð Hilmarsson
Keppnin sjálf mun fara fram í Hótel og matvælaskólanum í Menntaskólanum í Kópavogi, laugardaginn 16. mars frá 10:00 til 15:00, og öllum er frjálst að koma og fylgjast með.
Fyrstu réttum er skilað kl 13:00 og verðlaunaafhending klukkan 16. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mun veita verðlaun.
Dómarar:
Teitur Christjansen frá Færeyjum yfirdómari
Snædís Jónsdóttir
Ægir Friðriksson
Herman Þór Marinósson
Keppnisstjóri er Hinrik Carl Ellertsson
Keppendur leysa verkefni sem er tveggja rétta máltíð fyrir 5 manns, og keppedur hafa 2,5 klst til að matreiða máltíðirnar.
Fyrirkomulagið er að keppendur fá að vita aðalhráefnið í for-, og aðalréttinum, en hluti af hráefninu verður leyndarkarfa „mystery basket”.
Í forrétt þurfa keppendur elda úr lambaslögum og í aðalrétt skal nota saltfiskur og skyr.
Sigurvegari keppir fyrir íslands hönd í loka keppninni sem haldin verður í Bodö í Noregi í september næstkomandi.
Hægt er að fylgjast með öllum keppendum, keppninni sjálfri og fleiru skemmtilegu í gegnum heimasíðuna og instagram.
Einnig mun veitingageirinn.is bjóða upp á beina útsendingu frá viðburðinum í gegnum Facebook hér.

-
Frétt5 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Keppni1 dagur síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Skapandi konfektmeistari óskast
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðan
Sænsku bollurnar – Semlur
-
Markaðurinn2 dagar síðan
90 cm gaseldavél til sölu