Keppni
Þessi keppa um helgina í matreiðslukeppninni Arctic Young chef – Bein útsending
Nú er búið að fara yfir allar umsóknir í keppnina Arctic Young chef. Alls sóttu 16 keppendur um að komast í næstu umferð, en aðeins 8 þeirra komust í gegn.
Nöfn keppenda:
Andrés Björgvinsson
Óskar Þór Guðjónsson
Natawut Saengsut
Mikael Einarsson
Angela
Simon Kristjánsson Sullca
María Ósk Steinsdóttir
Konráð Hilmarsson
Keppnin sjálf mun fara fram í Hótel og matvælaskólanum í Menntaskólanum í Kópavogi, laugardaginn 16. mars frá 10:00 til 15:00, og öllum er frjálst að koma og fylgjast með.
Fyrstu réttum er skilað kl 13:00 og verðlaunaafhending klukkan 16. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mun veita verðlaun.
Dómarar:
Teitur Christjansen frá Færeyjum yfirdómari
Snædís Jónsdóttir
Ægir Friðriksson
Herman Þór Marinósson
Keppnisstjóri er Hinrik Carl Ellertsson
Keppendur leysa verkefni sem er tveggja rétta máltíð fyrir 5 manns, og keppedur hafa 2,5 klst til að matreiða máltíðirnar.
Fyrirkomulagið er að keppendur fá að vita aðalhráefnið í for-, og aðalréttinum, en hluti af hráefninu verður leyndarkarfa „mystery basket”.
Í forrétt þurfa keppendur elda úr lambaslögum og í aðalrétt skal nota saltfiskur og skyr.
Sigurvegari keppir fyrir íslands hönd í loka keppninni sem haldin verður í Bodö í Noregi í september næstkomandi.
Hægt er að fylgjast með öllum keppendum, keppninni sjálfri og fleiru skemmtilegu í gegnum heimasíðuna og instagram.
Einnig mun veitingageirinn.is bjóða upp á beina útsendingu frá viðburðinum í gegnum Facebook hér.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn8 klukkustundir síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað






