Keppni
Þessi keppa til úrslita í bakaranemakeppninni í Hótel- matvælaskólanum
Nú á dögunum fór fram forkeppni bakaranema, þar sem 8 bakaranemar kepptu, en keppnin fór fram í bakaradeild stofu v207 í Hótel- matvælaskólanum í Menntaskólanum í Kópavogi.
Þrír nemar komust áfram í úrslitakeppnina sem haldin verður 21. og 22. október næstkomandi í Hótel- matvælaskólanum, en þau eru:
Stefanía Malen Guðmundsdóttir, Bæjarbakarí
Finnur Guðberg Ívarsson, Kökulist
Matthías Jóhannesson, Passion
Keppendur í forkeppninni voru:
Stefanía Malen Guðmundsdóttir, Bæjarbakarí
Finnur Guðberg Ívarsson, Kökulist
Mikael Sævarsson, Kallabakarí
Hekla Guðrún Þrastardóttir, Sandholt
Matthías Jóhannesson, Passion
Kristján Helgi Ingason, Bæjarbakarí
Stefanía Hrönn Sigurðardóttir, Bakarí HMMK
Freyja Língberg Jóhannesdóttir, Gæðabakstur
Fyrirkomulag – Úrslit
Úrslitakeppnin skiptist í eftirfarandi þætti:
A.
2 stórar brauðategundir 300 – 800 g (eftir bakstur), 10 stk. af teg. Engar nánari skilgreiningar, frjálsar aðferðir.
2 smábrauðategundir 50 – 70 g (eftir bakstur), 30 stk. af tegund.
C.
3 sérbökuð 60 – 80 g (eftir bakstur), 12 stk. af tegund. Að auki skulu keppendur taka eina frjálsa vínarbrauðstegund (fjöldi stk. frjáls), þó að hámarki úr 1 kg af deigi.
D.
Skrautdeig úr ætu hráefni (mjölefni). minnst 90%. Algjörlega frjálst nema að því leyti að stærðarmörk eru 80 x 80 x 80 cm. Hámark 120cm.
Ætlast er til að borðskreyting og uppstilling myndi ákveðna heild.
E.
Blautdeig:
2,5 kg. deig. 3 tegundir. Frjálst
F.
Keppendur skulu, áður en uppstilling hefst, skila til dómara bragðprufum af öllum tegundum.
Þær skulu vera bornar huggulega fram á fati ásamt því viðbiti (áleggi, olíum o.þ.h.) sem keppendum sjálfum finnst eiga við hverja tegund.
G.
Uppstilling á fyrirfram dúkað borð þar sem heildar „þema„ borðsins nýtur sín.
Myndir frá keppninni væntanlegar.
Mynd: úr safni

-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas
-
Frétt5 dagar síðan
Eggjaverð í Bandaríkjunum í hæstu hæðum – stangast á við fullyrðingar Donald Trumps