Keppni
Þessi hrepptu titilinn Grillmeistarar ársins á hátíðinni Kótelettan
Keppt var um titilinn Grillmeistarinn 2024 á hátíðinni Kótelettan sem haldin var í 14. sinn á Selfossi síðstliðna helgi, dagana 12. – 14. júlí.
Keppt var bæði í flokki áhugamanna og fagaðila þar sem 4 keppendur kepptu í hvorum flokki.
Keppnin fór fram á miðbæjartúninu á Selfossi laugardaginn 13. júlí og keppnisreglur voru eftirfarandi:
- Grilla þurfti kjöt sem keppendum var útvegað.
- Keppendur komu með meðlæti að eigin vali en gáttu að undirbúið það á staðnum.
- Keppendur í hverjum flokki byrjuðu allir að grilla á sama tíma
- Keppendur fengu 45 mín. til að grilla og skila tilbúnum diski til dómara (1 stk.)
Dæmt var eftir:
- Áferð og bragði réttar
- Notkun á hráefni
- Framsetningu
- Almennum Léttleika
Í dómnefnd voru Grilldrottningin – Inga Katrín Guðmundsdóttir, BBQ Kóngurinn – Alfreð Fannar Björnsson, Helvítis Kokkurinn – Ívar Örn Hansen og fulltrúi Kokkalandsliðsins Jóhann Sveinsson.
Kótelettan verður haldin í 15. sinn, helgina 10. til 13. júlí 2025.
Grillmeistari Kótelettunnar í flokki fagmanna var Davíð Clausen Pétursson kjötiðnaðarmaður og það í annað árið í röð.
Grillmeistari Kótelettunnar í flokki áhugamanna var Marín Hergils
Myndir: facebook / Kótelettan

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt18 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?