Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Þessi hamborgari er ekki að fara klikka – Sæta svínið og Helvítis kokkurinn í samstarf

Birting:

þann

Þessi hamborgari er ekki að fara klikka - Sæta svínið og Helvítis kokkurinn í samstarf

Á morgun fimmtudaginn 5. september mun veitingastaðurinn Sæta svínið bjóða upp á Helvítis hamborgarann í samstarfi við Ívar Örn Hansen matreiðslumeistara eða betur þekktur sem Helvítis kokkurinn, en þessi djúsí hamborgari verður í boði út mánuðinn.

Nauta brisket borgari í kartöflubrauði með Helvítis beikon og Brennivín kryddsultu, tvöföldum osti, tómat, súrum gúrkum, brakandi salati og pikkluðum rauðum jalapeno, þessi samsetning getur ekki klikkað.

Sæta svínið er Gastropub þar sem þú getur droppað við í hádeginu, í eftirmiðdaginn eða á kvöldin í drykk og hágæða mat í skemmtilegri og afslappaðri stemningu, en staðurinn er staðsettur við Hafnarstræti 1-3 í Reykjavík.

Þessi hamborgari er ekki að fara klikka - Sæta svínið og Helvítis kokkurinn í samstarf

Myndir: aðsendar / saetasvinid.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið