Freisting
Þeir bestu í besta súkkulaðiskóla í heimi
Hafliði Ragnarsson, Konfekt.is er einn af þeim sem er staddur núna í Frakklandi
Rjóminn af Íslenskum bökurum og matreiðslumönnum eru í Frakklandi þessa dagana, en þessir snillingar „sitja“ á skólabekk í súkkulaði Valrhona skólanum í Tian herimtage þar sem kennsla hófst s.l. sunnudag og hefur verið alla vikuna, en þeir eru væntanlegir heim á morgun.
Þessi fríði hópur er að læra um leyndardóma súkkulaðsins undir leiðsögn Frédéric Bau kennara sem er eins og kunnugt er einn af þeim bestu í heimi í eftirréttargerð og er frumkvöðull í ýmsum aðferðum í gerð eftirrétta.
Bjarni Gunnar Kristinsson yfirmatreiðslumaður Grillsins er meðal þeirra sem er staddur í Frakklandi núna og hefur hann sett inn fjölmargar myndir frá ferðinni á myndasíðu sína.
Smellið hér til að skoða herlegheitin
Það er GV heildverslun sem stendur fyrir ferðinni.
Eftirtaldir veitingastaðir og bakarí sendu fulltrúa frá sér:
-
Mosfellsbakarí
-
Sandholt Bakarí
-
Cafe conditori
-
Sjávarkjallarinn
-
Grillið
-
Silfur
-
Nordica Hilton
-
Orkuveitan
-
Hótel Holt
-
Argentína
-
GV
Og fulltrúar þessara staða eru:
Hafliði, Ásgeir, Bjarni, Þráinn, Siggi ívars, Jói, Arnar, Daníel, Viggó, Alfreð, Stefán viðars, Binni og Friðgeir

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri