Pistlar
Þegar ég eldaði fyrir Clint Eastwood
Ævar Agnarsson, sem var forstjóri Icelandic Seafood í Bandaríkjunum í mörg ár, var staddur á Íslandi þegar Clint Eastwood var að filma Flags Of Our Fathers.
Bara af tilviljun hitti hann Clint á bar í Reykjavík og það gerðist að þeir fóru að tala saman. Ævar spurði hann hver væri besti maturinn sem Clint fengi á Íslandi. Clint sagði að grillaði íslenski humarinn væri það lang besta.
Þá bauð Ævar honum að Icelandic mundi bjóða honum og starfsfólki hans uppá humar. Clint var að fara nokkru seinna aftur til Bandaríkjanna þannig að það mundi þurfa að finna stað og stund í Bandaríkjunum. Staðurinn var valinn í Chicago en hópurinn mundi vera þar saman kominn.
Ævar tilkynnti mér að ég færi ákveðinn dag til Chicago og þyrfti að elda grillaðan humar fyrir 150 manns á ákveðnum stað. Ég fór til Chicago og á staðinn sem upp var gefinn sem var nokkuð stór salur áfastur við kirkju. Fyrir utan voru tveir stórir matartrukkar með all flottum eldhúsum. ég var þarna um átta um morguninn og fór að gera humarinn til fyrir grillingu í tveimur vegg grillum sem gefa flottan yfirhita.
Humarinn var klofinn í tvennt og honum raðað þétt í ofnskúffur, bleyttur í sítrónusafa, ákveðinni kryddblöndu stráð yfir, bræddu smjöri penslað yfir og svo efst í grillofninn. Um tólfleitið fóru menn að stilla sér upp í biðröð og fengu allir hrúgu af humarhölum á disk. Clint fór bara í röðina eins of hver annar og fékk sinn kúfaða disk af humar. Þetta var all stór skammtur af humar en menn gátu farið í næsta eldhúsvagn og fengið annað ef menn vildu ekki humar og þar var líka afgreitt grænmeti. Þessu hafði ég gengið frá.
Nokkru eftir að allir voru farnir inn í matsalinn kom maður til mín og sagði að Clint langaði í ábót. Ég sagði að það væri ekkert mál en með því skilyrði að ég fengi að afhenda honum matinn. Ég setti annar stóran skammt á disk og fylgdi manninum inn í salinn. Þar sat Clint við borð og ég setti humarinn fyrir framan hann. Það var laust sæti við hliðina á kappanum og ég settist þar.
Clint hámaði í sig humarinn en leit mig ekki viðlits. Ég snéri mér að honum og sagði honum að ég væri búinn að koma þrisvar til Carmel þar sem hann bjó og ég hafi tvisvar borðað á veitingastaðnum sem hann átti í bænum og hafi verið mjög ánægður með matinn og þjónustuna. Það umlaði eitthvað í honum.
Þá sagði ég honum að það væri íslenskur þjónn sem væri búinn að vinna í nokkur ár á írska barnum í bænum. Þá umlaði í honum, „I guess there is an Iris Pub there“.
Þá kom allt í einu kona með myndavél og spurði hvort hún mætti taka mynd af okkur og samþykkti ég það. Hún tók nokkrar myndir og ég lét hana hafa nafnspjaldið mitt og bað hana að senda mér mynd. Hún tók vel í það. É sat þarna eins og illa gerður hlutur í smá tíma í viðbót og Clint yrti ekki á mig. Ég bara ákvað að yfirgefa staðinn, fór út og gekk frá eldhúsinu og fór. Þarna hafði Icelandic gefið 150 manns dýrasta mat þá á Íslandi og hetjan Clint Eastvood hafði ekki manndóm í að segja TAKK.
Ævar fékk nokkru seinna skilaboð frá Clint að Ævari væri boðið á Golf klúbbinn hans frítt. Það var brjálað að gera á þessum tíma hjá Ævari svo hann komst ekki. Eftir þessi kynni mín af Clint Eastwood verð ég að viðurkenna að ég hef ekki mikið álit á hetjunni.
Höfundur er Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur