Uncategorized
The Footbolt fær 4 glös
Þorri Hringsson lét nýlega af störfum hjá Gestgjafanum. Í síðustu vínumfjöllun sinni fyrir blaðið, a.m.k. að sinni, fjallar hann m.a. um rauðvínið okkar The Footbolt 2003 frá d’Arenberg (ath. prentvilla í Gestgjafanum segir að vínið sé 2002, rétt er 2003).
D’ARENBERG THE FOOTBOLT SHIRAZ 2003 (Ástralía) – 4 glös
Vínin frá d’Arenberg í McLaren-dalnum í Ástralíu eru, að mínu mati, með þeim betri frá þessum slóðum sem hægt er að kaupa í búðum hér á landi og sérstaklega hef ég mætur á The Laughing Magpie. The Footbolt er hreint shiraz-vín og hefur djúpan fjólurauðan lit og opinn, sætan og sóríkan ilm sem á eftir að heilla marga.
Þar blandast saman aðalbláberjasulta, minta, vanilla, þurrkaðir ávextir, Ritter Sport-rommrúsínusúkkulaði og örlitlir púrtvínstónar. Það er bragðmikið með mikla fyllingu, enda áfengismagnið mikið, og þar af leiðandi flauelsmjúkt og áferðarfallegt. Það er langt og þurrt sé miðað við þroskann í ávextinum og blessunarlega sýruríkt. Þarna eru svipaðar bragðglefsur og í nefinu og mikið af þeim öllum. Gott vín með flestu rauðu kjöti og bestu grillsteikum og þolir ágætlega bragðmikið meðlæti.
Í reynslusölu vínbúðanna 1700 kr. Mjög góð kaup.
Hiti: 16-18°C. Geymsla: Drekkið núna og til 2010.
Greint frá á vinogmatur.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni22 klukkustundir síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati