Vertu memm

Uncategorized

The Footbolt fær 4 glös

Birting:

þann

Þorri Hringsson lét nýlega af störfum hjá Gestgjafanum. Í síðustu vínumfjöllun sinni fyrir blaðið, a.m.k. að sinni, fjallar hann m.a. um rauðvínið okkar The Footbolt 2003 frá d’Arenberg (ath. prentvilla í Gestgjafanum segir að vínið sé 2002, rétt er 2003).

D’ARENBERG THE FOOTBOLT SHIRAZ 2003 (Ástralía) – 4 glös

Vínin frá d’Arenberg í McLaren-dalnum í Ástralíu eru, að mínu mati, með þeim betri frá þessum slóðum sem hægt er að kaupa í búðum hér á landi og sérstaklega hef ég mætur á The Laughing Magpie. The Footbolt er hreint shiraz-vín og hefur djúpan fjólurauðan lit og opinn, sætan og sóríkan ilm sem á eftir að heilla marga.

Þar blandast saman aðalbláberjasulta, minta, vanilla, þurrkaðir ávextir, Ritter Sport-rommrúsínusúkkulaði og örlitlir púrtvínstónar. Það er bragðmikið með mikla fyllingu, enda áfengismagnið mikið, og þar af leiðandi flauelsmjúkt og áferðarfallegt. Það er langt og þurrt sé miðað við þroskann í ávextinum og blessunarlega sýruríkt. Þarna eru svipaðar bragðglefsur og í nefinu og mikið af þeim öllum. Gott vín með flestu rauðu kjöti og bestu grillsteikum og þolir ágætlega bragðmikið meðlæti.

Í reynslusölu vínbúðanna 1700 kr. Mjög góð kaup.
Hiti: 16-18°C. Geymsla: Drekkið núna og til 2010.

Greint frá á vinogmatur.is

 

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið