Veitingarýni
Þakkagjörðin á Reykjavik Natura Hotel | „..þvílíkur unaður, hefði ég viljað endurtaka veisluna“

F.v. Sævar Birnir Steinarsson matreiðslunemi, Ægir Friðriksson yfirmatreiðslumaður og Jónas Oddur Bjarnason sous chef
Síðasta fimmtudag í nóvember er Þakkagjörðarhátíðin haldin og bar hana upp 28. nóvember þetta árið. Ég hafði ákveðið að fara á veitingastaðinn Satt á Reykjavík Natura hotel og smakka þeirra útfærslu á þessari máltíð.
Var mættur tímalega til að ná að mynda áður en traffíkin byrjaði, og tókst það með ágætum, þar kom A ´la grande (Trausti Víglundsson ) og var hann að sjálfsögðu myndaður, svo var komið að því að snæða, því Jónas kokkur gaf grænt ljós á að byrja.
Fyrst var það Graskersúpa og alvöru brauð, alveg fantagóð og gaf góð fyrirheit um hvað væri framundan.
Hvannargrafinn lax algjört salgæti, reykti laxinn frá Hlíð á Ólafsfirði stendur alltaf fyrir sínu, ferskt grænmeti og piparrótarsalat var afargott.
Næst kom Kalkúnninn, bringa með sætkartöflum, eplasalati, confit lærum, trönuberjasultu stuffing og sveppasósu og þvílíkt sælgæti, maður átti varla orð til að lýsa ánægju sinni.
Í ábætir var Pekanhnetubaka, bláberjaostakaka, graskersbaka og ís sem lagaður var á staðnum og setti gersamlega punktinn yfir iið, þvílíkur unaður.
Jónas Oddur tekur sig flott út í frontinum og útskýrir fagmannlega fyrir gestum hvað er hvað og hvernig best sé að para saman hina ýmsu rétti.
Eitt sem ég tók eftir var að kokkarnir voru með flotta húfur á höfðinu og setti það svona extra stimpil á heildarpakkann.
Yfirgaf maður staðinn með hálfgerðum trega því vissulega hefði ég viljað endurtaka veisluna, en það var ekki í boði.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.