Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Það verða allir kokkar að sjá þessa bíómynd

Birting:

þann

Chef - Trailer

Það kannast margir kokkar við að þurfa að elda mat eftir dyntum annarra, en í bíómyndinni sem heitir einfaldlega „Chef“, segir frá kokkinum Carl Casper sem leikinn er af Jon Favreau, er ósáttur við að þurfa að elda mat eftir hefðbundnum matseðli vinnuveitanda síns.

Við það er vinnuveitandinn ósáttur og dag einn sýður upp úr í orðsins fyllstu merkingu og Carl er rekinn. Hann bregður þá á það ráð að stofna sína eigin matsölu í gömlum húsbíl og fær í lið með sér fjölskyldu og vini sem elska matargerð hans.

Eins og áður segir þá fer aðalhlutverkum Jon Favreau og heill her úrvalsleikara, þ.á.m. þau Dustin Hoffman, John Leguizamo, Scarlett Johansson, Robert Downey Jr., Sofía Vergara, Oliver Platt og Bobby Cannavale.

Myndin verður frumsýnd hér á landi 18. júlí næstkomandi, en hér að neðan er hægt að horfa á sýnishorn úr myndinni:

Mynd: Skjáskot úr myndbandi.

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið