Freisting
Það er líka Perla í Prag
Og fyrir utan sama nafn, þá er staðurinn í allsérstöku húsi sem kallast Dansandi Húsið (Dancing Building) vegna lögun þess, en mér finnst það bara eins og krumpuð tóm bjórdós ( www.laperle.cz ). Staðurinn er Franskur og á 7. hæð í áðurnefndu húsi.
Hann er flottur að innan, alvörugrautur og massíf þjónusta og óhætt að mæla með þessum. Héðan fara menn sælir og glaðir.
Um daginn fór ég upp á lestarstöð til að kvarta undan lestarmiðanum og fékk það svar í fyrstu að það væri ekkert endurgreitt. Ég var ekki par hrifinn af þessu, þannig að á endanum sennilega til að losna við mig fékk blað á tékknesku og átti að fylla það út og þá fengi ég til baka. Fór ég með blaðið niður á Reykjavík og þjónarnir fylltu út blaðið fyrir mig. Daginn eftir fór ég með blaðið en þá var önnur manneskja í afgreiðslunni og sagði hún mér að það væri ekki endurgreitt.
Nú var minn maður farin að pirrast þannig að ég spurði hana hvort ég gæti fengið að tala við yfirmann hennar og vísaði hún mér þangað og sama sagan endurtók sig og var það ekki fyrr en á 4 manni sem virtist vera aðili sem gæti tekið ákvörðun og á endanum eftir 2 og ½ tíma þras gaf hann sig loksins og stimplaði pappírana og endurgreiddi peningana. Þið getið rétt ímyndað ykkur ánægjuna þegar ég labbaði út úr lestarstöðinni, mér fannst eins og ég hefði létts um 5 kg og við það að taka vel valinn spor úr Svanavatninu, kikkið var svo mikið að hafa haft betur við kerfið.
Eitt kvöldið horfði ég á opnunarleikinn í þýsku Bundesligunni, það var eins og kópering á Heimsmeistarakeppninni með öllu. Svo byrjar leikurinn, tvö góð lið að spila; Bayern Munchen og Borussia Dortmund og leikurinn hin besta skemmtun. Allt í einu slítur dómarinn upp úr vasa sínum vasaklút og fer að snýta sér. Stulli; Hvort er þetta gula eða rauða spjaldið á dómarann? og „Hvernig flautar þú meðan þú snýtir þér?“
Í fyrradag skrapp ég til Dresden í Þýskalandi með rútu og tók ferðin um 3 tíma, þar af hátt í klukkutími á landamærunum. Allt út úr bílnum og gegnum röntgenmyndavél áður en við fengum að fara í gegn. Rútan var að koma frá Búdapest með viðkomu í Prag. Þegar komið var til Dresden var byrjað að skoða sig um og ná áttum, og kæru félagar, ekki er minna um skraut á húsum og heilu stytturnar gullhúðaðar svo er verið að væla í dag þótt einhverjir kaupi sér Bentley, Ferrari eða einkaþotu.
Þessir menn eru eins og blaðsöludrengir miðað við þá á árum áður. Það þurfti að fá sér næringu og varð fyrir valinu Hilton hótelið í Dresden ( www.hilton.de/dresden ) af því það er við hliðina á Frúarkirkjunni. Þessari einu og sönnu. Fékk ég mér rétti frá Saxon, en það var svæðið kringum Dresden kallað til forna. Gúllassúpu, Saurbraten með besta rauðkáli sem ég hef fengið og Quarkkeulchen steiktir snúðar með eplamauki og rjóma, allt ljómandi gott.
Þar í borg er bílaverksmiðja Volkswagen og er hægt að fylgjast með samsetningu á bílunum frá götunni, þar sem allir útveggir eru úr gleri og þar er þessi bíla geymsla hringlaga og gler og þar eru geymdir bílar á einhverjum 8 hæðum og var góð tilbreyting að horfa á þetta eftir altt skrumið og gulli fyrri alda. Dresden er skemmtileg borg heim að sækja margt að skoða og upplifa. Um kvöldmatarleitið var haldið til Prag eftir ánægjulegan dag í Dresden.
Kveðja
Sverrir
Greint frá á heimasíðu KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta6 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Frétt2 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?