Keppni
Tássia Moraes sigraði í kokteilakeppni Striksins – Sjáðu myndirnar frá keppninni
Í nóvember fór fram skemmtileg kokteilakeppni á meðal starfsmanna Striksins á Akureyri.
Keppendur voru fimm:
Tássia Moraes – Vaktstjóri
Helgi Pétur Davíðsson – Vakstjóri
Bjartur Páll Brynjarsson – Barþjónn
Emilía Guðrún – Þjónn/Barþjónn
Elísabet Sævarsdóttir – Framreiðslunemi
Dómarar
Dómarar voru fjórir og allir með víðtæka og mikla reynslu í veitingageiranum:
Magnús Jón Magnússon – Eigandi á Majó Menningar/Veitingahús
Heba Finnsdóttir – Framreiðslumeistari og Eigandi Striksins
Árni Þór Árnason – Yfirmatreiðslumaður á Strikinu
Jón Heiðar Sveinsson – Yfirþjónn á Rub23
Grunnhráefni og keppnisfyrirkomulag
Það var greinilega mikill metnaður lagður í keppnina og keppnisfyrirkomulagið þaulskipulagt.
Einu skilyrðin sem var sett á keppendur um val á grunnhráefni var að ekki mátti nota Gin, annars fengu keppendur alveg frjálsar hendur með hvað þau vildu bera fram fyrir dómnefnd.
Dæmt var út frá bragð / lykt / útliti / vinnubrögð og hreinlæti. Keppendur þurftu að gera tvöfalda uppskrift af kokteilnum sem þau hönnuðu fyrir framan dómnefnd.
Einungis einn aðili var á barnum að keppa fyrir framan dómnefnd. Á meðan voru hinir keppendurnir í herbergi þannig þeir gátu ekki séð hvað fór fram.
Á meðan keppandi var að undirbúa/bera fram kokteilinn þá gafst dómnefnd færi á að dæma vinnubrögð og hreinlæti.
Einnig voru dómarar í miklum samskiptum við keppendur á meðan þeir voru að framreiða drykkinn sinn, til þess að fá upplýsingar varðandi; af hverju þau ákváðu að nota x hráefni/líkjör/sterkt áfengi, hver var vinnan bakvið kokteilinn, hvers vegna þessi x bragðpörun o.sfrv. Þessi samskipti hafði einnig áhrif á loka einkunn fyrir keppendur.
Síðan þurftu keppendur að ganga frá eftir sig eins og þau komu að barnum s.s. „hreinlæti“
Keppandi yfirgaf svæðið þegar búið var að framreiða drykkinn sem gaf dómurum tækifæri að tala sín á milli til að greina einkunnaþætti.
Tássia Moraes sigraði með drykkinn Bed of Roses
Það var Tássia Moraes sem sigraði með drykkinn Bed of Roses sem samanstendur af Lychee líkjör, appelsínusírópi og Codornía Rosé Cava.
Gefin voru verðlaun fyrir 1. sætið sem var barsett frá GS Import sem er fullbúin leðurtaska með öll þau baráhöld sem þú þarft til þess að græja kokteil. Freyðivínsflaska og að auki er verðlaunadrykkurinn fáanlegur á kokteilaseðli Striksins.
Uppskrift af verðlaunadrykknum
Bed of roses
15 ml Appelsínusíróp
22,5 ml Lychee Líkjör
Toppað með Codornía Rosé Cava
Rósarblað sem skreyting
*Appelsínusíróp og lychee líkjör var „kastað“ í shaker. Það síðan sigtað í kampavínsglas og toppað með Rosé Cava*
Uppskrift af appelsínusírópi:
Vigtað var 50 gr af sykri á móti 120 gr af nýkreistum appelsínusafa. Það síðan hrært reglulega eða þangað til að sýran í appelsínunni var búinn að vinna úr öllum sykrinum.
Efla hugmyndavinnu, ástríðu og skemmtun
„Ástæðan fyrir því að við viljum halda svona keppni fyrir starfsfólk á Strikinu er til þess að efna til samkeppni sem eflir hugmyndavinnu, ástríðu og skemmtun sem er uppbyggjandi í veitingastarfi.
Einnig til þess að sýna fram á hversu heppin/hreykin við erum af starfsfólkinu okkar.“
Sagði Alexander Magnússon veitingastjóri Striksins og einn af skipuleggjendum í samtali við veitingageirinn.is, aðspurður um tilkomu keppninnar.
Meðfylgjandi myndir tók Auðunn Níelsson og eru birtar hér með góðfúslegu leyfi hans.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag