Markaðurinn
Takk fyrir komuna á Stóreldhúsið 2019 – Myndir
Innnes vill þakka öllum kærlega fyrir komuna á Stóreldhúsið 2019, það var gaman að sjá hversu margir komu þetta árið og voru gestir almennt ánægðir með sýninguna.
Sýningarbás Innnes var með glæsilegasta móti í ár, við náðum að kynna fyrir viðskiptavinum og öðrum gestum hversu fjölbreytt vöruúrval Innnes hefur upp á að bjóða.

Hinrik Lárusson og Viktor Örn Andrésson frá Lux Veitingum elduðu girnilega rétti úr hráefnum frá Innnes
Við fengum til okkar 3 erlenda gestakokka frá Oscar og Kryta ásamt því að Viktor Örn Andrésson og Hinrik Lárusson frá Lux Veitingum elduðu girnilega rétti úr hráefnum frá Innnes.
Á sýningarbásnum í ár lagði Innnes áherslu á samstarf við Te & Kaffi, kaffilausnir fyrir fyrirtæki, ferska ávexti og grænmeti, úrvals krydd frá Kryta, hágæða krafta frá Oscar, mikið úrval af brauði og bakkelsi, vinsælu frönsku kartöflurnar frá Aviko, spennandi nýjungar frá Heinz og framandi kjöt og fisk. Innnes kynnti einnig vefverslun Innnes sem sannarlega hefur fengið frábærar viðtökur meðal viðskiptavina, hægt er að skoða vefverslun Innnes hér.
Innnes var með lukkuleik á sýningunni, dregið var út af handahófi og sat Linda Björk Bragadóttir uppi sem vinningshafi og vinnur ferð fyrir 2 til Evrópu með Icelandair.
Á sýningunni endurnýjuðu Innnes og Bocuse d’Or akademían samstarfssamning þess efnis að Innnes verði áfram bakhjarl Bocuse D´or akademíunar. Innnes er stoltur bakhjarl og styrktaraðili Bocuse d´Or Akademíunar.
Ísland hefur náð góðum árangri í Bocuse D’or keppninni undanfarin ár og vonumst við hjá Innnes að með stuðningi okkar verði svo áfram. Ísland hefur á að skipa framúrskarandi matreiðslumönnum sem eru landi og þjóð til sóma og náð hafa góðum árangri á erlendri grundu.
Hér að neðan má sjá myndir af sýningunni:

-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt5 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata