Frétt
Sýknað fyrir sölu á heimaslátruðu lambakjöti
Matvælastofnun óskaði eftir rannsókn lögreglu á markaðssetningu á heimaslátruðu lambakjöti á bændamarkaði á Hofsósi haustið 2018. Rannsókn lögreglunnar leiddi til að lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra gaf út ákæru í málinu. Ákærði hefur verið sýknaður af Héraðsdómi Norðurlands vestra vegna þess að sú háttsemi að selja eða dreifa afurðum af gripum sem ekki var slátrað í löggiltu sláturhúsi sé ekki lýst sem refsiverðri í lögunum.
Haustið 2018 birtust fréttir um markaðssetningu á heimaslátruðu lambakjöti á bændamarkaði á Hofsósi. Af skoðun stofnunarinnar var ljóst að afurðir sem ekki höfðu verið heilbrigðisskoðaðar né komið úr samþykktum sláturhúsum, hafði verið dreift á markaðnum. Í kjölfarið fór fram opinber innköllun á afurðum sem seldar voru á bændamarkaðnum. Þar sem Matvælastofnun var ekki kunnugt um hvernig staðið var að slátrun og vinnslu og hver hafði forgöngu um slátrunina, vinnsluna sem og dreifingu og markaðssetningu, þá óskaði stofnunin eftir því að lögreglan á Norðurlandi vestra tæki málið til rannsóknar og lyki málinu ef tilefni væri til.
Eftir rannsókn lögreglunnar tók lögreglustjóri Norðurlands vestra ákvörðun um að ákæra væri gefin út og hefur ákærði nú verið sýknaður af Héraðsdómi Norðurlands vestra.
Samkvæmt dómnum liggur fyrir að sláturdýrum, sem slátra á í því skyni að dreifa afurðum á markaði skuli slátra í löggiltu sláturhúsi og óumdeilt er að aðstaðan þar sem tíu lömbum var slátrað var ekki löggilt sláturhús. Í niðurstöðum dómsins segir að þau ákvæði sem ákært var fyrir taki eingöngu til slátrunar gripa en ekki til sölu og dreifingar sláturafurða. Þá segir að „sú háttsemi að selja og dreifa afurðum af gripum sem slátrað var í sláturhúsi sem ekki hafði starfsleyfi eða samkvæmt núgildandi lögum, sláturhúsi sem ekki hefur löggildingu er, hvorki í lögum 96/1997 né í lögum nr. 93/1995 um matvæli lýst refsiverð.“
Taldi dómurinn því að skort hafi skilyrði refsiábyrgðar að háttsemi ákærða sé lýst refsinæmri í lögum og hann því sýknaður.
Matvælastofnun mun taka málið upp við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið varðandi viðbrögð við niðurstöðu dómsins.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Frétt5 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó