Pistlar
Svör við fimm algengustu léttvíns spurningum
Undanfarna mánuði hefur fólk komið til mín með ýmsar spurningar um vín, og ég hef reynt að svara eins vel og ég get. Hér eru nokkrar af algengustu spurningnum og ráð sem ég hef gefið. Ath. Ráðin byggjast upp á minni eigin reynslu, og ekki eru allir sammála mér.
- Skiptir máli hvernig glös eru notuð ? Já. Því miður eru til allt of mikið af léttvíns glösum á markaðnum sem henta alla ekki fyrir léttvín! Glösin þurfu ekki endilega að vera dýr, en það þarf að sjást hvort liturinn á víninu er í lagi ( sem sagt engin blá glös!! ). Efri hlutinn á ekki að vera svo breiður að lyktin af víninu gufi upp. Ekki gleyma að lyktarskyn hefur mikið að segja um heildar útkomu, bæði af víni og mat. Á markaðnum eru svo margar tegundir af góðum vínglösum. Bæði dýrum og meðal dýrum. Meðal annars Riedel ( Rolf Johannsen S: 595-6700 ), og Speigelau ( K.K. Karlsson S:540-9000 ).
- Má setja korktappann aftur í flöskuna eftir að búið er að opna hana ? Ef þú ætlar ekki að klára vínið, þá mæli ég endilega með þvi að setja tappan aftur í, til að forðast að of mikið loft snerti vínið. Nema það sé óeðileg lykt af tappanum t.d. myglulykt, þá skaltu setja eitthvað annað lok á flöskuna.
- Hversu lengi má geyma rauðvín sem er búið að opna ? 2-3 daga er talið algert hámark en sumt vín hefur geymst allt að 5-6 daga, en það er undanteknig. Um leið og loft snertir vín þá breytist vínið. Ef of langur tími liður þá verður vínið að ediki.
- Á að umhella rauðvíni ? Já og nei. Dýrt, ungt rauðvín sem er drukkið áður en það er tilbúið til drykkar, mæli ég með að umhella. Best er að umhella víninu hratt og um klukkutíma fyrir neyslu. Við svona umhellingu mýkjast vínin talsvert. Dýru gömlu rauðvíni skal umhellt mjög rólega til að skilja botnfallið sem safnast hefur, eftir í flöskunni. Ungt ódýrt rauðvín sem á að drekka strax þarf ekki að umhella. Oftast er ódýrt vín ( 1.300 kr. eða minna ) framleitt til að drekka strax, og hefur lítið sem ekkert gagn af því að vera umhellt. Meira að segja eru sum ódýr rauðvín svo bragðlítil að það myndi hverfa með of mikilli snertingu við loft!! Ef fólk vill umhella sínu 1.000 kr. víni frá chile, sem það ætlar að drekka með pizzunni sinni, þá má það mín vegna. En mér finnst það aðeins of yfirborðskennt fyrir minn smekk.
- Á ég frekar að drekka það sem mér finnst gott, eða það sem passar best með matnum ? Hér er pínu misskilningur í gangi. Ef þér finnst nautasteik góð en rauðvín vont, þá skaltu ekki drekka rauðvín með steikinni. En ef þér finnst rauðvín gott þá skaltu finna rauðvín sem hentar bæði matnum og þínum eigin smekk. Að kaupa “ eitthvert” vín vegna þess að þér finnst það gott, án þess að hugsa um hvort það hentar matnum sem er í boði eða ekki, getur dregið niður bæði bragðið af matnum og bragðið af víninu. Rétt samsetning af mat og víni getur gert góða máltíð frábæra. Röng samsetning af mat og víni getur breytt góðri máltíð í vonda.
Ég vona að einhver geti haft eitthvert gagn af þessum upplýsingum.
Með kveðju,
Stefán Guðjónsson
Vínþjónn á Vínbarnum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði