Smári Valtýr Sæbjörnsson
Svona lítur nýja Omnom húsnæðið út – Myndir
Nýjar höfustöðvar Omnom hafa verið opnaðar að Hólmaslóð 4 úti á Granda. Mikill vöxtur hefur verið á framleiðslunni frá því að fyrirtækið var stofnað fyrir tveimur og hálfu ári í gömlu bensínstöðinni við Austurströnd, en með nýja húsnæðinu verður framreiðslan mun afkastameiri. Omnom var stofnað af þeim félögum Óskari Þórðarsyni, Kjartani Gíslasyni, Karli Viggó Vigfússyni og André Visage.
Samhliða súkkulaðigerðinni er búð opin frá klukkan 11:00 til 18:00 alla virka daga og á laugardögum frá klukkan 11:00 til 14:00. Stefnt er að því að opna aðra sérverslun við nýja Canopy hótelið á Hverfisgötu, inn í Hjartagarðinum. Að Hólmaslóð er einnig mjög góð aðstaða fyrir súkkulaðiunnendur í sér herbergi þar sem hægt er að hafa kynningar, fræðslu og smökkun á kakóbaunum og framreiðsluvörum. Þá er hægt að fara í súkkulaðitúr um verksmiðjuna og margt fleira.
Til gamans má geta þess að á dögunum vann Omnom súkkulaði til þriggja gullverðlauna og einna silfurverðlauna fyrir Madagascar súkkulaðið 65% og Madagascar mjólkursúkkulaðið 45% í hinni virtu keppni European Bar. Hægt að lesa nánar um keppnina með því að smella hér.

Omnom súkkulaði vann til þriggja gullverðlauna og einna silfurverðlauna fyrir Madagascar súkkulaðið 65% og Madagascar mjólkursúkkulaðið 45%
Fréttamaður veitingageirans fékk að skyggnast bakvið tjöldin í höfuðstöðvum Omnom sem eru hinar glæsilegustu. Á staðnum eru öll nýjustu tæki og tól til framleiðslu á hinu hágæða Omnom súkkulaði.
Myndir: Smári

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars