Smári Valtýr Sæbjörnsson
Svona lítur nýja Omnom húsnæðið út – Myndir
Nýjar höfustöðvar Omnom hafa verið opnaðar að Hólmaslóð 4 úti á Granda. Mikill vöxtur hefur verið á framleiðslunni frá því að fyrirtækið var stofnað fyrir tveimur og hálfu ári í gömlu bensínstöðinni við Austurströnd, en með nýja húsnæðinu verður framreiðslan mun afkastameiri. Omnom var stofnað af þeim félögum Óskari Þórðarsyni, Kjartani Gíslasyni, Karli Viggó Vigfússyni og André Visage.
Samhliða súkkulaðigerðinni er búð opin frá klukkan 11:00 til 18:00 alla virka daga og á laugardögum frá klukkan 11:00 til 14:00. Stefnt er að því að opna aðra sérverslun við nýja Canopy hótelið á Hverfisgötu, inn í Hjartagarðinum. Að Hólmaslóð er einnig mjög góð aðstaða fyrir súkkulaðiunnendur í sér herbergi þar sem hægt er að hafa kynningar, fræðslu og smökkun á kakóbaunum og framreiðsluvörum. Þá er hægt að fara í súkkulaðitúr um verksmiðjuna og margt fleira.
Til gamans má geta þess að á dögunum vann Omnom súkkulaði til þriggja gullverðlauna og einna silfurverðlauna fyrir Madagascar súkkulaðið 65% og Madagascar mjólkursúkkulaðið 45% í hinni virtu keppni European Bar. Hægt að lesa nánar um keppnina með því að smella hér.
Fréttamaður veitingageirans fékk að skyggnast bakvið tjöldin í höfuðstöðvum Omnom sem eru hinar glæsilegustu. Á staðnum eru öll nýjustu tæki og tól til framleiðslu á hinu hágæða Omnom súkkulaði.
Myndir: Smári
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni5 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin