Smári Valtýr Sæbjörnsson
Svona lítur nýja Omnom húsnæðið út – Myndir
Nýjar höfustöðvar Omnom hafa verið opnaðar að Hólmaslóð 4 úti á Granda. Mikill vöxtur hefur verið á framleiðslunni frá því að fyrirtækið var stofnað fyrir tveimur og hálfu ári í gömlu bensínstöðinni við Austurströnd, en með nýja húsnæðinu verður framreiðslan mun afkastameiri. Omnom var stofnað af þeim félögum Óskari Þórðarsyni, Kjartani Gíslasyni, Karli Viggó Vigfússyni og André Visage.
Samhliða súkkulaðigerðinni er búð opin frá klukkan 11:00 til 18:00 alla virka daga og á laugardögum frá klukkan 11:00 til 14:00. Stefnt er að því að opna aðra sérverslun við nýja Canopy hótelið á Hverfisgötu, inn í Hjartagarðinum. Að Hólmaslóð er einnig mjög góð aðstaða fyrir súkkulaðiunnendur í sér herbergi þar sem hægt er að hafa kynningar, fræðslu og smökkun á kakóbaunum og framreiðsluvörum. Þá er hægt að fara í súkkulaðitúr um verksmiðjuna og margt fleira.
Til gamans má geta þess að á dögunum vann Omnom súkkulaði til þriggja gullverðlauna og einna silfurverðlauna fyrir Madagascar súkkulaðið 65% og Madagascar mjólkursúkkulaðið 45% í hinni virtu keppni European Bar. Hægt að lesa nánar um keppnina með því að smella hér.

Omnom súkkulaði vann til þriggja gullverðlauna og einna silfurverðlauna fyrir Madagascar súkkulaðið 65% og Madagascar mjólkursúkkulaðið 45%
Fréttamaður veitingageirans fékk að skyggnast bakvið tjöldin í höfuðstöðvum Omnom sem eru hinar glæsilegustu. Á staðnum eru öll nýjustu tæki og tól til framleiðslu á hinu hágæða Omnom súkkulaði.
Myndir: Smári

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt19 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?