Viðtöl, örfréttir & frumraun
Svona líta réttirnir út hjá Teríunni – Myndir
Terían er glænýr veitingastaður á jarðhæð Hótel Kea í miðbæ Akureyrar sem sérhæfir sig í blöndu af franskri og ítalskri matargerð en staðurinn er opinn frá morgni til kvölds og býður upp á morgunverð, brunch og kvöldverð.
Sjá einnig: Terían Brasserie opnar á Akureyri
Terían er systurstaður Múlabergs, en báðir staðir eru staðsettir á Hótel Kea, með eina hæð á milli sín.
Með fylgir myndir af nokkrum réttum staðarins:
Laxa Carpaccio
Reyktur lax með sítrusrjómaosti, kapers, salati og ólífuolíu
Stökkt Ravioli
Fyllt ravioli með burrata osti. Djúpsteikt og borið fram með marinarasósu og parmesanosti
Lasagne
Heimalagað með nautaragú, béchamelsósu, parmesan og hvítlauksflatbrauði
Carbonara
Rigatoni pasta með beikoni, parmesan, eggjum og hvítlauksflatbrauði
Croque Madame
Samloka með silkiskorinni skinku, Gouda, parmesansósu, spældu eggi og frönskum
Staldraðu aðeins við, þetta er ekki Croque Monsieur samlokan, heldur Croque Madame, en munurinn á samlokunum tveimur er að Croque Madame er með steikt egg ofan á en Croque Monsieur ekki. Croque er franskt orð og þýðir stökkur biti og Madame þýðir frú og Monsieur þýðir herra.
Myndir: aðsendar

-
Keppni4 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025