Viðtöl, örfréttir & frumraun
Svona líta réttirnir út hjá Teríunni – Myndir
Terían er glænýr veitingastaður á jarðhæð Hótel Kea í miðbæ Akureyrar sem sérhæfir sig í blöndu af franskri og ítalskri matargerð en staðurinn er opinn frá morgni til kvölds og býður upp á morgunverð, brunch og kvöldverð.
Sjá einnig: Terían Brasserie opnar á Akureyri
Terían er systurstaður Múlabergs, en báðir staðir eru staðsettir á Hótel Kea, með eina hæð á milli sín.
Með fylgir myndir af nokkrum réttum staðarins:
Laxa Carpaccio
Reyktur lax með sítrusrjómaosti, kapers, salati og ólífuolíu
Stökkt Ravioli
Fyllt ravioli með burrata osti. Djúpsteikt og borið fram með marinarasósu og parmesanosti
Lasagne
Heimalagað með nautaragú, béchamelsósu, parmesan og hvítlauksflatbrauði
Carbonara
Rigatoni pasta með beikoni, parmesan, eggjum og hvítlauksflatbrauði
Croque Madame
Samloka með silkiskorinni skinku, Gouda, parmesansósu, spældu eggi og frönskum
Staldraðu aðeins við, þetta er ekki Croque Monsieur samlokan, heldur Croque Madame, en munurinn á samlokunum tveimur er að Croque Madame er með steikt egg ofan á en Croque Monsieur ekki. Croque er franskt orð og þýðir stökkur biti og Madame þýðir frú og Monsieur þýðir herra.
Myndir: aðsendar
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel23 klukkustundir síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn37 minutes síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa