Viðtöl, örfréttir & frumraun
Svona líta réttirnir út hjá Teríunni – Myndir
Terían er glænýr veitingastaður á jarðhæð Hótel Kea í miðbæ Akureyrar sem sérhæfir sig í blöndu af franskri og ítalskri matargerð en staðurinn er opinn frá morgni til kvölds og býður upp á morgunverð, brunch og kvöldverð.
Sjá einnig: Terían Brasserie opnar á Akureyri
Terían er systurstaður Múlabergs, en báðir staðir eru staðsettir á Hótel Kea, með eina hæð á milli sín.
Með fylgir myndir af nokkrum réttum staðarins:
Laxa Carpaccio
Reyktur lax með sítrusrjómaosti, kapers, salati og ólífuolíu
Stökkt Ravioli
Fyllt ravioli með burrata osti. Djúpsteikt og borið fram með marinarasósu og parmesanosti
Lasagne
Heimalagað með nautaragú, béchamelsósu, parmesan og hvítlauksflatbrauði
Carbonara
Rigatoni pasta með beikoni, parmesan, eggjum og hvítlauksflatbrauði
Croque Madame
Samloka með silkiskorinni skinku, Gouda, parmesansósu, spældu eggi og frönskum
Staldraðu aðeins við, þetta er ekki Croque Monsieur samlokan, heldur Croque Madame, en munurinn á samlokunum tveimur er að Croque Madame er með steikt egg ofan á en Croque Monsieur ekki. Croque er franskt orð og þýðir stökkur biti og Madame þýðir frú og Monsieur þýðir herra.
Myndir: aðsendar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?