Vertu memm

Birting:

þann

Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður hefur sett saman skemmtilegt myndband frá keppninni um titilinn Kokkur ársins 2017.

Einnig í myndbandinu er Kokkalandsliðsveislan, en samhliða keppninni var haldin hátíðarkvöldverður þar sem Kokkalandsliðið léku við hvern sinn fingur og töfruðu fram 4. rétta matseðil ásamt vel völdum drykkjum fyrir ca. 230 manns.

Kokkur ársins 2017 - Hafsteinn Ólafsson

Hafsteinn Ólafsson er Kokkur ársins 2017.
F.v. Garðar Kári Garðarsson, Hafsteinn Ólafsson og Víðir Erlingsson

Sýnt er frá úrslitunum, þá bæði í Framreiðslu-, og Matreiðslunemi ársins 2017 og Kokkur ársins 2017. Framreiðslunemar ársins 2017 eru þeir Sigurður Borgar nemi á Radisson Blu Hotel Saga og Axel Árni Herbertsson nemi í Bláa lóninu. Matreiðslunemar ársins 2017 eru þeir Hinrik Lárusson nemi á Radisson Blu Hotel Saga og Steinbjörn Marvin Björnsson nemi á Hörpu.

Úrslitin í Kokkur ársins 2017 var á þessa leið, að Hafsteinn Ólafsson starfandi matreiðslumaður á Sumac Grill + Drinks hreppti 1. sætið og í öðru sæti var Garðar Kári Garðarsson matreiðslumaður á Deplar Farm / Strikinu. Í þriðja sæti var Víðir Erlingsson matreiðslumaður á Bláa Lóninu.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið smari@veitingageirinn.is Skoða allar greinar höfundar hér >>

Mest lesið

Veitingageirinn.is - Allt um veitingageirann - Fréttavefur um mat og vín - Netfang: frettir@veitingageirinn.is
RSS - Molar