Uppskriftir
Sviðasulta – Uppskrift
Innihald
3 sviðahausar
1 lárviðarlauf (má sleppa)
vatn
salt
Aðferð
Sviðahausar eru vel skolaðir, hreinsaðir (ef keypt er út í búð, þá eru þeir tilbúnir til suðu) og soðnir í vel söltuðu vatni í ca 1½ – 2 klst eða þar til kjötið losnar auðveldlega af beinum. Þegar suðan kemur upp, fleytið froðunni ofan af.
Takið sviðahausana úr soðinu og haldið eftir hluta af soðinu. Látið mesta hitann rjúka úr kjömmunum, kjötið hreinsað frá beinunum og skerið í grófa bita.
Notið lambasúpukraft til að bragðbæta soðið, en ekki nauðsyn.
Allt sett í form og soðinu hellt yfir, þannig að fljóti ofan á kjötinu. Látið kólna og farg sett ofan á, lokað vel og kælt í ísskáp yfir nótt.
Hægt er að frysta sviðasultuna og eins geymist hún í ísskáp í ca. 1 viku.
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt21 klukkustund síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins