Uppskriftir
Sviðasulta – Uppskrift
Innihald
3 sviðahausar
1 lárviðarlauf (má sleppa)
vatn
salt
Aðferð
Sviðahausar eru vel skolaðir, hreinsaðir (ef keypt er út í búð, þá eru þeir tilbúnir til suðu) og soðnir í vel söltuðu vatni í ca 1½ – 2 klst eða þar til kjötið losnar auðveldlega af beinum. Þegar suðan kemur upp, fleytið froðunni ofan af.
Takið sviðahausana úr soðinu og haldið eftir hluta af soðinu. Látið mesta hitann rjúka úr kjömmunum, kjötið hreinsað frá beinunum og skerið í grófa bita.
Notið lambasúpukraft til að bragðbæta soðið, en ekki nauðsyn.
Allt sett í form og soðinu hellt yfir, þannig að fljóti ofan á kjötinu. Látið kólna og farg sett ofan á, lokað vel og kælt í ísskáp yfir nótt.
Hægt er að frysta sviðasultuna og eins geymist hún í ísskáp í ca. 1 viku.
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Frétt5 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Keppni2 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir








