Uppskriftir
Sviðasulta – Uppskrift
Innihald
3 sviðahausar
1 lárviðarlauf (má sleppa)
vatn
salt
Aðferð
Sviðahausar eru vel skolaðir, hreinsaðir (ef keypt er út í búð, þá eru þeir tilbúnir til suðu) og soðnir í vel söltuðu vatni í ca 1½ – 2 klst eða þar til kjötið losnar auðveldlega af beinum. Þegar suðan kemur upp, fleytið froðunni ofan af.
Takið sviðahausana úr soðinu og haldið eftir hluta af soðinu. Látið mesta hitann rjúka úr kjömmunum, kjötið hreinsað frá beinunum og skerið í grófa bita.
Notið lambasúpukraft til að bragðbæta soðið, en ekki nauðsyn.
Allt sett í form og soðinu hellt yfir, þannig að fljóti ofan á kjötinu. Látið kólna og farg sett ofan á, lokað vel og kælt í ísskáp yfir nótt.
Hægt er að frysta sviðasultuna og eins geymist hún í ísskáp í ca. 1 viku.
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is

-
Keppni22 klukkustundir síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt3 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn5 klukkustundir síðan
Kælivagn til leigu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið
-
Frétt4 dagar síðan
Ólöglegt litarefni fannst í paprikukryddi – Neytendur varaðir við