Uppskriftir
Sviðasulta – Uppskrift
Innihald
3 sviðahausar
1 lárviðarlauf (má sleppa)
vatn
salt
Aðferð
Sviðahausar eru vel skolaðir, hreinsaðir (ef keypt er út í búð, þá eru þeir tilbúnir til suðu) og soðnir í vel söltuðu vatni í ca 1½ – 2 klst eða þar til kjötið losnar auðveldlega af beinum. Þegar suðan kemur upp, fleytið froðunni ofan af.
Takið sviðahausana úr soðinu og haldið eftir hluta af soðinu. Látið mesta hitann rjúka úr kjömmunum, kjötið hreinsað frá beinunum og skerið í grófa bita.
Notið lambasúpukraft til að bragðbæta soðið, en ekki nauðsyn.
Allt sett í form og soðinu hellt yfir, þannig að fljóti ofan á kjötinu. Látið kólna og farg sett ofan á, lokað vel og kælt í ísskáp yfir nótt.
Hægt er að frysta sviðasultuna og eins geymist hún í ísskáp í ca. 1 viku.
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt2 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Frétt4 dagar síðan
Tafir á heilbrigðiseftirliti veitingastaða í New York valda áhyggjum
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum