Frétt
SVEIT mun á næstu dögum höfða mál gegn Eflingu fyrir Félagsdómi
Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði – SVEIT hyggjast á næstu dögum höfða mál gegn Eflingu stéttarfélagi fyrir Félagsdómi m.a. í því skyni að viðurkennt verði að miðlunartillaga ríkissáttasemjara frá 1. mars 2023 sé óskuldbindandi fyrir félagsmenn SVEIT og skapi félagsmönnum Eflingar engin réttindi gagnvart þeim, að því er fram kemur í tilkynningu frá SVEIT.
SVEIT hefur ótvírætt umboð félagsmanna samtakanna til kjarasamningsgerðar. Félagsmenn samtakanna eru um 170 talsins og reka 300 veitingastaði um allt land. Innan SVEIT eru allt að 55% sem starfa í greininni á starfssvæði Eflingar.
Þrátt fyrir þetta hefur Efling sniðgengið SVEIT og neitað að gera kjarasamning við samtökin. Þess í stað heldur Efling því fram að miðlunartillaga milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins bindi félagsmenn SVEIT.
Á þetta getur SVEIT ekki fallist og telur þetta hvorki standast lög né stjórnarskrá. SVEIT hefur aldrei veitt Samtökum atvinnulífsins umboð til að koma fram fyrir hönd sinna félagsmanna. SVEIT geti því ekki talist bundið af ákvörðunum Samtaka atvinnulífsins eða af atkvæðagreiðslum innan vébanda þeirra sem félagsmenn SVEIT eiga engan atkvæðisrétt um.
Í tilkynningu segir að enga skoðun standist að rekstrarumhverfi fyrirtækja innan SVEIT og aðdráttarafl og samkeppnishæfni greinarinnar sé mótað með þessum hætti. Slíkt væri ólýðræðislegt og óréttmætt. Enn eigi því eftir að semja við SVEIT sem sé réttmætur umboðsaðili til kjarasamninga fyrir félagsmenn samtakanna.
Með því að höfða mál fyrir Félagsdómi vill SVEIT fá viðurkenningu dómstóla á þessum rétti sínum. Efling geti þá ekki framvegis sniðgengið SVEIT auk þess sem dómur í málinu myndi hafa fordæmisgildi fyrir samskipti SVEIT við önnur stéttarfélög.
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson keppir í kokteilagerð um helgina í stærsta spilavíti í Evrópu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Vel heppnað eftirréttanámskeið Iðunnar og Ólöfu Ólafsdóttur Konditor og eftirréttameistara – Myndir og vídeó
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fullbúin bás til sölu á besta stað í Mathöll Höfða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Girnilegt smurbrauð hjá Skál á nýjum jólamatseðli
-
Frétt3 dagar síðan
KS hyggst kaupa B. Jensen – Ágúst Torfi: Ég get staðfest að það eru alvarlegar viðræður í gangi…
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Jól á Ekrunni