Frétt
Svansvottaðar lausnir fyrir veitingageirann
Rekstrarvörur bjóða Svansvottaðar lausnir fyrir hvern vinnustað
Í tilefni Svansdaganna leggja Rekstrarvörur áherslu á vistvænar lausnir fyrir fyrirtæki í hótel- og veitingageiranum. Hvort sem það er í eldhúsi, í matsal, á salerni eða í ræstingu, geta fyrirtæki í dag tekið græn skref án þess að fórna gæðum, þægindum eða skilvirkni.
Svansvottaðar vörur gera gæfumuninn
Vörur sem bera Norrænu Svansvottunina standast strangar kröfur um gæði, öryggi og umhverfisáhrif. Í úrvali Rekstrarvara má finna fjölbreyttar Svansvottaðar lausnir – allt frá örtrefjaklútum og moppum til hreinsiefna og pappírsvara.
Sérstaklega má nefna nýju NMF örtrefjalínuna okkar, sem samanstendur af örtrefjamoppum, -tuskum og glerklútum. Örtrefjarnar fjarlægja allt að 99,99% baktería með vatni einu saman. Þær eru úr endurunnu efni með Global Recycled Standard vottun og standast hundruð þvotta. Endingargóð lausn sem sparar bæði tíma, kostnað og umhverfið.
Nýjungar í hreinsiefnum – RV PRO línan
RV PRO hreinsiefnin eru hönnuð fyrir faglegan rekstur og framleidd í endurvinnanlegum umbúðum. Flöskurnar eru úr endurunnu plasti og úðararnir með tvöföldum stillingum – fyrir bæði froðu og úða – sem tryggir skilvirka og sparneytna notkun. RV PRO Glerhreinsirinn er Svansvottaður, skilvirkur og öflugur glerhreinsir til þrifa á öllum glerflötum, gluggum, speglum, flísum, blöndunartækjum og fleiru.
Græn ákvörðun sem skilar sér
Með því að velja Svansvottaðar vörur minnkar rekstraraðili bæði efnisnotkun og umhverfisáhrif, en eykur jafnframt vellíðan starfsfólks og gesta. Fyrir veitingastaði, kaffihús og hótel sem vilja styrkja ímynd sína sem ábyrgra vinnustaða, eru Svansvottaðar lausnir augljóst skref í rétta átt.
Svansdagar 6.-12. október – 20% afsláttur af Svansvottuðum vörum
Á Svansdögum 6.-12. október býður Rekstrarvörur 20% afslátt af öllum Svansvottuðum vörum – bæði fyrir vinnustaði og heimili. Þetta er kjörið tækifæri fyrir fyrirtæki að skoða úrvalið og hefja grænari vinnuferla.
Skoðaðu úrval Svansvottaðra heildarlausna á RV.is eða hafðu samband við ráðgjafa RV í netfangið [email protected] fyrir frekari upplýsingar og ráðgjöf.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn2 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt2 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar










