KM
Súpukeppni Knorr
T.v. Timothy Bronson, Steinunn Lilja Heiðarsdóttir og Eyþór Smári Kristjánsson.
Aðrir: Reynir Örn Þrastarson, Brynjar Eymundsson og Sverrir Halldórsson.
Í gær var haldin súpukeppni Knorr í Hótel og matvælaskólanum samhliða Matreiðslumanni ársins 2008 og Vínþjóni Íslands 2008. Keppendur höfðu 60 mínútur í eldhúsi til að laga súpu fyrir 6 manns. Súpan átti að innihalda að minnsta kosti tvær KNORR vörur.
Úrslit urðu eftirfarandi:
1. sæti
Steinunn Lilja Heiðarsdóttir – Hótel Geysir.
Skemmtilega djúp gulrótar og kartöflumauksúpa. Með fullt af brögðum og óaðfinnalega áferð. Bragðtónar með grænmeti, kókósmjólk og karrýi náðu sannarlega til dómaranna. Framsetning var vel ígrunduð og falleg. Fagleg og vönduð vinnubraögð voru til fyrirmyndar.
Stig: 71
2. sæti
Eyþór Smári Kristjánsson – Argentína steikhús
Rjómi og blómkál í sínu besta. Súpan var silkimjúk með góðu blómkálsbragði, sem var fengið með góðu blómkálsoði, Garniture var alveg eftir gömlum forskriftum. Rjómalöguð súpa af bestu gerð.
Stig: 64
3. sæti
Timothy Bronson – Sjávarkjallarinn
Það sem einkendi þessa súpu var hin skemmtilega suðurríkja stemning.
Bragðmikil og bragðhrein súpa. Súpan hafði einkar fallega áferð með fallegum garnis og vel skornu brunoaise.
Stig: 64
Dómarar voru:
Andreas Jacobsen, ISS
Eiríkur Friðriksson, Iðusalir
Ingvar Guðmundsson, Salatbarinn yfirdómari
Smellið hér til að skoða myndir frá keppninni ásamt verðlaunaafhendingunni
Mynd; Matthías
-
Keppni5 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt1 dagur síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé