Markaðurinn
Súkkulaðinámskeið Cacao Barry / Garra
Í samstarfi við súkkulaðimeistarann og Ambassador Cacao Barry á Íslandi, Hafliða Ragnarsson hélt Garri í lok apríl þrjú stutt námskeið sem Hafliði stýrði og voru haldin á hans heimavelli í Mosfellsbakarí á Háaleitisbraut.
Námskeiðin snerust um grunnvinnu með súkkulaði og var vinnunni háttað þannig að menn tóku þátt að fullu allan tímann. Alls voru 5-6 manns á hverju námskeiði. Hafliði fór í gegnum temprun og gerð súkkulaðiskrauts. Meðal annars sýndi hann hvernig má nota Cacao Barry My cryo kakósmjör í duftformi til temprunar en það er fljótleg og þægileg aðferð sem hentar sérlega vel í eldhúsum.
Sjá nánar á heimasíðu Cacao Barry hvernig þetta er framkvæmt: www.cacao-barry.com/uken/2553
Starfsfólk Garra vill þakka Hafliða og öllum þáttakendum og vonast til að geta endurtekið þetta sem fyrst.
Myndir: Hafliði Halldórsson matreiðslumaður | www.garri.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt2 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni3 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Vín, drykkir og keppni14 klukkustundir síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt3 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé