Markaðurinn
Súkkulaðinámskeið Cacao Barry / Garra

Í samstarfi við súkkulaðimeistarann og Ambassador Cacao Barry á Íslandi, Hafliða Ragnarsson hélt Garri í lok apríl þrjú stutt námskeið sem Hafliði stýrði og voru haldin á hans heimavelli í Mosfellsbakarí á Háaleitisbraut.
Námskeiðin snerust um grunnvinnu með súkkulaði og var vinnunni háttað þannig að menn tóku þátt að fullu allan tímann. Alls voru 5-6 manns á hverju námskeiði. Hafliði fór í gegnum temprun og gerð súkkulaðiskrauts. Meðal annars sýndi hann hvernig má nota Cacao Barry My cryo kakósmjör í duftformi til temprunar en það er fljótleg og þægileg aðferð sem hentar sérlega vel í eldhúsum.
Sjá nánar á heimasíðu Cacao Barry hvernig þetta er framkvæmt: www.cacao-barry.com/uken/2553
Starfsfólk Garra vill þakka Hafliða og öllum þáttakendum og vonast til að geta endurtekið þetta sem fyrst.

Myndir: Hafliði Halldórsson matreiðslumaður | www.garri.is
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar1 dagur síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Frétt3 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu





