Vertu memm

Veitingarýni

Suðurland | 1. kafli | Veitingarýni: Cafe Krús og Stracta hótel á Hellu

Birting:

þann

Cafe Krús - Selfoss

Cafe Krús – Selfoss

Það var föstudaginn 6. desember sem við félagarnir héldum í enn eina ferðina og nú skyldi Suðurland sótt heim. Veðurfræðingur og bílstjóri fór fram á að við færum af stað fyrir kl 14:00 og er hann hafði skýrt mál sitt, var það samþykkt.

Ekið var yfir Hellisheiði og fyrsta stopp var Selfoss, nánar tiltekið Cafe Krús og fengum við okkur eftirfarandi að borða:

Cafe Krús - Selfoss

Súpa dagsins var karrýsúpa

Hún skildi ekki mikið eftir sig, brauðið var betra.

Cafe Krús - Selfoss

Spaghetti Bolognese
Nautahakk, sósa, bræddur ostur, parmesan

Skondin útfærsla, það eiginlega vantaði sósuna, en merkilegt nokk bragðgott

Cafe Krús - Selfoss

Fiskur dagsins: Steikt rauðspretta með steiktum kartöflum og grænmetisblöndu

Var bara þokkalegur, ekki nýr fiskur.

Stracta hótel á Hellu

Stracta hótel á Hellu

Við héldum áfram okkar för og næsti staður var Stracta hótel á Hellu, en þar skyldi náttað og smakkað á jólahlaðborðinu þeirra. Sólborg hótelstjóri tók á móti okkur, bauð sæti og eitthvað að drekka svo var komið með lykla handa okkur en við fengum sitt hvort herbergið og svo skemmtilega vildi til að ég fékk herbergið sem að við skoðuðum í vor er við vorum á leið til Eyja.

Stracta hótel á Hellu

Hermann Hreiðarsson eigandi, Hreiðar Hermannsson eigandi, Sólborg Lilja Steinþórsdóttir hótelstjóri, Hrafnhildur Steindórsdóttir veitingastjóri, Alda Marín Kristinsdóttir móttökustjóri og Valdís Sigurlaug Bragadóttir yfirmatreiðslumaður

Meðan við sátum frammi kom Hreiðar eigandi í kuldagalla og var að vinna fyrir utan með starfsmönnum og mundi ég frá því í vor er við hittum hann þá var hann líka í vinnugalla, mjög viðkunnalegur maður og yfirmenn og eigendur sem taka þátt á gólfinu eiga alla mína virðingu.

Við mættum í matsalinn sem er á 2. hæð í aðalbyggingunni, salur sem tekur um 250 manns í sæti, hlaðborðinu var skipt upp í 5 stöðvar sem voru, kaldastöðin, hangikjötsstöðin, heita stöðin, eftirréttastöðin og kaffi og konfektstöðin og var þessi uppsetning frábær, það var aldrei bið þar sem flæðið var svo gott, hér að neðan getið þið séð hvað var á jólahlaðborðinu.

Við byrjuðum í kalda og smökkuðum á síldinni, laxinum, lifrakæfunni og salötunum og smakkaðist þetta alveg prýðilega.

Svo var hangikjötið en það var bæði soðinn frampartsrúlla og tvíreykt læri og var þetta alveg ekta sveitó með grænum baunum uppstúfi og laufabrauði.

Svo var það heita og smökkuðum við á Kalkúninum og purusteikinni, mér fannst hasselback kartöflur passa með purusteik, hefði verið sáttari með sykurbrúnaðar kartöflur en að öðruleiti alveg til fyrirmyndar.

 

Svo var komið að eftirréttarstöðinni, þar var tekið ögnin af hverju, takið eftir pöllunum sem notaðir eru á borðinu, eru eins og litlar pallettur, eftirréttirnir voru mjög góðir utan þess að gleymst hafði að blanda rjómann saman við, þannig að það var eins og kaldur grautur.

Stracta hótel á Hellu

Eftirréttir

Þjónustan var ljúf og aldrei langt undan og þó þær væru ólærðar sá maður að þær voru að gera sitt besta.

Stracta hótel á Hellu

Guðrún Eirný Karlsdóttir

Undir borðhaldinu hafði undurfögur snót spilað og sungið alveg svakalega vel, styrkurinn passaði salnum vel og var maður stundum hálfklökkur það mikil ánægja var að leik hennar, þessi dama heitir Guðrún Eirný Karlsdóttir.

Við fórum mjög sáttir til herbergja okkar og við tók hið hefðbundna að fara í gegnum daginn og athuga hvort allt væri ekki komið inn á harða diskinn.

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið