Viðtöl, örfréttir & frumraun
Street food dagar á Nielsen
Eigendur á veitingastaðnum Nielsen á Egilsstöðum eru duglegir við að bjóða upp á alls kyns nýjungar og PopUp viðburði.
Til að mynda var Ólöf Ólafsdóttir með vel heppnað eftirrétta Pop-Up í fyrra á Nielsen, sjá nánar hér. Eigendur OMNOM og Nielsen skruppu til Akureyrar og buðu upp á PopUp á veitingastaðnum Lyst í Lystigarðinum, sjá nánar hér. Nú á dögunum var veitingastaðurinn Monkeys með PopUp á Nielsen, sjá nánar hér.
Nú er svo komið að því að á föstudaginn 24. mars og laugardaginn 25. mars verða sérstakir Street food dagar á Nielsen og er glæsilegur og djúsí matseðill í boði sem afgreiddur er aðeins í take away.
Matseðill:
Sticky BBQ-lambarif, hrásalat & franskar
3.190.-
Kóreskur kjúlli (Korean fried chicken), steikt eggjahrísgrjón, chillí-mæjó, vorlauukur, sesamfræ
3.190.-
Nautasteikarloka með brúnuðum lauk, helling af osti & hvítlauksmæjó
2.990.-
„Dirty fries“ – beikon, ostasósa, vorlaukur, pikklaður chillí
1.690.-
Dessert:
Djúpsteikt churros og súkkulaði
1.490.-
Hægt að panta í síma 471-2001 eða í gegnum facebook hér.
Maturinn verður afgreiddur milli 17:30 – 20:00 báða dagana.
Myndir: nielsenrestaurant.is
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel24 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu







