Viðtöl, örfréttir & frumraun
Street food dagar á Nielsen
Eigendur á veitingastaðnum Nielsen á Egilsstöðum eru duglegir við að bjóða upp á alls kyns nýjungar og PopUp viðburði.
Til að mynda var Ólöf Ólafsdóttir með vel heppnað eftirrétta Pop-Up í fyrra á Nielsen, sjá nánar hér. Eigendur OMNOM og Nielsen skruppu til Akureyrar og buðu upp á PopUp á veitingastaðnum Lyst í Lystigarðinum, sjá nánar hér. Nú á dögunum var veitingastaðurinn Monkeys með PopUp á Nielsen, sjá nánar hér.
Nú er svo komið að því að á föstudaginn 24. mars og laugardaginn 25. mars verða sérstakir Street food dagar á Nielsen og er glæsilegur og djúsí matseðill í boði sem afgreiddur er aðeins í take away.
Matseðill:
Sticky BBQ-lambarif, hrásalat & franskar
3.190.-
Kóreskur kjúlli (Korean fried chicken), steikt eggjahrísgrjón, chillí-mæjó, vorlauukur, sesamfræ
3.190.-
Nautasteikarloka með brúnuðum lauk, helling af osti & hvítlauksmæjó
2.990.-
„Dirty fries“ – beikon, ostasósa, vorlaukur, pikklaður chillí
1.690.-
Dessert:
Djúpsteikt churros og súkkulaði
1.490.-
Hægt að panta í síma 471-2001 eða í gegnum facebook hér.
Maturinn verður afgreiddur milli 17:30 – 20:00 báða dagana.
Myndir: nielsenrestaurant.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lítill og ljúfur Sveitabiti er mættur á svæðið