Freisting
Stóri-Brami ný fisktegund við Íslandsstrendur
Þessi mynd var tekin í síðustu viku við Sandgerðishöfn, en hér heldur Rúnar Karl kokkur á Erling KE-140 á Stóra Brama sem veiddur var 12 sjómílur fyrir utan Vík í Mýrdal.
Rúnar sagði við fréttmann Freisting.is að hann hafði eldað Stóra-Brama við góðar undirtektir og skipverjar gengu saddir og glaðir frá borðhaldinu.
Sjómenn á Suðurnesjabátum hafa undanfarið orðið varir við svokallaðan Stóra-Brama á ( Common bream ) miðunum undan Reykjanesi. Hefur hann verið að slæðast með öðrum fiski á línunni. Þeir sjómenn sem hafa veitt Stóra-Brama segja að þarna sé á ferð sælkerafiskur og þykir hann einna helst minna á túnfisk.
Þessi fisktegund hefur öðru hvoru veiðst við Íslandsstrendur en svo virðist sem menn verði meira varir við hann núna. Hvort það tengist hlýnun sjávar eða öðrum breytingum á náttúrunni er ekki hægt að fjölyrða um.
Heimkynni Brama-fisks er í Norðursjónum og í hlýrri hlutum Atlantshafsins. Hann er silfurlitaður og svartur, ekki ósvipað og síld, og getur orðið um einn metri að lengd. Algengast er að hann sé á bilinu 40 60 sentimetrar.
Vorum við 5 Matreiðslumeistara í vettvangskönnu vegna Galadinners að meistarinn í Bláa Lóninu bauð okkur upp á að smakka þennan furðufisk og voru allir sammála að hér væri bragðgóður fiskur á ferð.
Heyrðum við af því að Fiskmarkaðirnir neituðu að taka hann til sölu hversu fáranlegt sem það getur nú verið og er ég þess handviss að fiskurinn á eftir að ná vinsældum hér á landi og hvet ég sjómenn til að koma með fiskinn beint til matreiðslumannana úr því að þeir vita ekki betur á áðurnefndum stað.
Sú útfærsla sem að Lónsmenn buðu uppá var eftirfarandi:
Stóri Brami vafinn hundasúru í netju með hvítlauksristuðum portobellosveppum,pomme Anna og humarfroðu.
Mynd: Freisting.is | Texti: Sverrir

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta