Viðtöl, örfréttir & frumraun
STÓRELDHÚSIÐ opnar í Höllinni
Nú eru bara nokkrir dagar í stórsýninguna STÓRELDHÚSIÐ 2019, en sýningin er haldin dagana 31. október til 1. nóvember í Laugardalshöllinni.
„Sýningin hefur aldrei verið glæsilegri. Hvert fyrirtækið á fætur öðru er að fylla bása af áhugaverðum matvörum, tækjum og öðrum búnaði fyrir stóreldhúsið. Og í raun eru fleiri vörur og þjónusta kynnt á sýningunni.
STÓRELDHÚSIÐ 2019 gefur þannig starfsfólki stóreldhúsa einstakt tækifæri á að skoða allt það nýjasta sem er á boðstólnum fyrir stóreldhúsið og líka ýmsa þjónustu sem er veitt ferðamönnum er hér koma til lands svo dæmi sé tekið. Við finnum fyrir miklum áhuga fyrir sýningunni alls staðar að af landinu.“
Segir Ólafur M. Jóhannesson, framkvæmdastjóri sýningarinnar.
„Já, og sem fyrr verður sýningin í Laugardalshöllinni þar sem er afar gott sýningarhúsnæði og þægileg aðkoma. Allt frítt sem fyrr fyrir starfsfólk stóreldhúsana enda fagsýning sem er ekki opin almenningi.
Sýningin opnar kl. 12.00 á fimmtudag og er opið frá kl. 12.00 til 18.00 á bæði á fimmtudag og föstudag. Það er gráupplagt að skoða hina glæsilegu bása og hitta allt fólkið úr geiranum.“
Segir Ólafur að lokum.
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt4 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?






