Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

STÓRELDHÚSIÐ opnar í Höllinni

Birting:

þann

Stóreldhúsið 2019

Nú eru bara nokkrir dagar í stórsýninguna STÓRELDHÚSIÐ 2019, en sýningin er haldin dagana 31. október til 1. nóvember í Laugardalshöllinni.

„Sýningin hefur aldrei verið glæsilegri. Hvert fyrirtækið á fætur öðru er að fylla bása af áhugaverðum matvörum, tækjum og öðrum búnaði fyrir stóreldhúsið. Og í raun eru fleiri vörur og þjónusta kynnt á sýningunni.

STÓRELDHÚSIÐ 2019 gefur þannig starfsfólki stóreldhúsa einstakt tækifæri á að skoða allt það nýjasta sem er á boðstólnum fyrir stóreldhúsið og líka ýmsa þjónustu sem er veitt ferðamönnum er hér koma til lands svo dæmi sé tekið. Við finnum fyrir miklum áhuga fyrir sýningunni alls staðar að af landinu.“

Segir Ólafur M. Jóhannesson, framkvæmdastjóri sýningarinnar.

„Já, og sem fyrr verður sýningin í Laugardalshöllinni þar sem er afar gott sýningarhúsnæði og þægileg aðkoma. Allt frítt sem fyrr fyrir starfsfólk stóreldhúsana enda fagsýning sem er ekki opin almenningi.

Sýningin opnar kl. 12.00 á fimmtudag og er opið frá kl. 12.00 til 18.00 á bæði á fimmtudag og föstudag. Það er gráupplagt að skoða hina glæsilegu bása og hitta allt fólkið úr geiranum.“

Segir Ólafur að lokum.

Fleiri fréttir frá sýningunni hér.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið