Frétt
Stóreldhúsið 2019 í Höllinni
Stórsýningin STÓRELDHÚSIÐ 2019 verður haldin fimmtudaginn 31. október og föstudaginn 1. nóvember í Laugardalshöllinni. Sýningin hefur stöðugt verið að stækka síðan fyrsta stóreldhúsasýningin var haldin 2005. Stefnir í stórglæsilega og afar fjölbreytta sýningu.
Almenningi verður ekki boðið á STÓRELDHÚSIÐ 2019 heldur er sýningin eingöngu ætluð starfsfólki og stjórnendum stóreldhúsa. Öll helstu fyrirtæki á stóreldhúsamarkaðnum munu kynna matvörur, tæki, búnað og annað er tilheyrir hótelum, gistihúsum, mötuneytum og öðrum fyrirtækjum og stofnunum þar sem stóreldhús er að finna.
Sýningin hefst klukkan 12.00 báða dagana og lýkur klukkan 18.00 á fimmtudag og klukkan 18.00 á föstudag.
Það er mikill spenningur fyrir sýningunni og um að gera að taka dagana frá og allt er frítt fyrir fagfólk stóreldhúsanna.
Sjáumst öll í haust, Ólafur M. Jóhannesson, sýningarstjóri STÓRELDHÚSIÐ 2019 [email protected]

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni4 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt3 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Frétt4 dagar síðan
Tafir á heilbrigðiseftirliti veitingastaða í New York valda áhyggjum
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum