Frétt
Stóreldhúsið 2019 í Höllinni
Stórsýningin STÓRELDHÚSIÐ 2019 verður haldin fimmtudaginn 31. október og föstudaginn 1. nóvember í Laugardalshöllinni. Sýningin hefur stöðugt verið að stækka síðan fyrsta stóreldhúsasýningin var haldin 2005. Stefnir í stórglæsilega og afar fjölbreytta sýningu.
Almenningi verður ekki boðið á STÓRELDHÚSIÐ 2019 heldur er sýningin eingöngu ætluð starfsfólki og stjórnendum stóreldhúsa. Öll helstu fyrirtæki á stóreldhúsamarkaðnum munu kynna matvörur, tæki, búnað og annað er tilheyrir hótelum, gistihúsum, mötuneytum og öðrum fyrirtækjum og stofnunum þar sem stóreldhús er að finna.
Sýningin hefst klukkan 12.00 báða dagana og lýkur klukkan 18.00 á fimmtudag og klukkan 18.00 á föstudag.
Það er mikill spenningur fyrir sýningunni og um að gera að taka dagana frá og allt er frítt fyrir fagfólk stóreldhúsanna.
Sjáumst öll í haust, Ólafur M. Jóhannesson, sýningarstjóri STÓRELDHÚSIÐ 2019 [email protected]
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Frétt3 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu