Uncategorized @is
STÓRELDHÚSIÐ 2015 verður í Laugardalshöllinni
Vegna fjölda fyrirspurna er ánægjulegt að greina frá því að stórsýningin STÓRELDHÚSIÐ 2015 hefur verið ákveðin fimmtudaginn 29. og föstudaginn 30. október n.k.
Sýningin verður sú stærsta og veglegasta til þessa og því urðum við að færa hana í stærra húsnæði. Laugardalshöllin varð fyrir valinu enda er þar frábær sýningaraðstaða fyrir svona stórsýningar og auðveld aðkoma fyrir bíla og gesti.
Öll helstu fyrirtæki á stóreldhúsamarkaði munu sýna og kynna – matvörur, tæki, búnað og annað er tilheyrir stóreldhúsum. Þetta verður flottasta sýningin til þessa svo – endilega taka dagana frá! Og sem fyrr er STÓRELDHÚSIÐ eingöngu ætlað starfsfólki úr stóreldhúsum og það er frítt inn fyrir gesti sem hafa streymt frá stóreldhúsum alls staðar að af landinu.
Allar nánari upplýsingar gefur: Ólafur M. Jóhannesson, sýningarstjóri í [email protected] eða í síma: 587 8825
Mynd: skjáskot af google korti
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn5 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Vín, drykkir og keppni15 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir






