Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Stórasta kokteilahátíð landsins fer fram í Stykkishólmi – „Stykkishólmur Cocktail Week“ 16.–22. júní – Viltu vinna 100 þúsund?

Birting:

þann

stykkisholmur-cocktail-week

Stykkishólmur verður miðpunktur íslenskrar kokteilamenningar þegar fyrsta „Stykkishólmur Cocktail Week“ fer fram dagana 16. til 22. júní 2025. Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin og er hún þegar kynnt sem stórasta kokteilahátíð Íslands – sannkölluð veisla fyrir áhugafólk um blandaða drykki, menningu og mannlíf.

Markmið hátíðarinnar er að skapa einstaka upplifun á einum af fallegustu stöðum landsins og sameina Hólmara, gesti og fagfólk úr veitinga- og barbransanum.

Fjölbreytt dagskrá og samstarf við helstu aðila

Hátíðin verður haldin í samstarfi við fjölmörg veitingahús og bari í Stykkishólmi, auk Barþjónaklúbbs Íslands og fyrirtækisins Mekka Wines & Spirits. Þátttakendur geta búist við ríkulegri dagskrá þar sem sérstök SCW kokteilaseðla verður að finna á þeim stöðum sem taka þátt. Gestir munu einnig geta nýtt sér ýmis framboð af kokteilum á tilboðsverði, og hvetja er fólk til að uppgötva sinn uppáhalds drykk.

Sunnudaginn 22. júní verður hápunktur hátíðarinnar

Aðalviðburðurinn fer fram sunnudaginn 22. júní þegar keppnin „Stykkishólmur Cocktail Week Open“ verður haldin í Hólminum. Þar takast fremstu kokteilameistarar landsins á um titilinn Meistari Meistarana í Hólminum.

Dómnefnd skipuð fagfólki mun velja sigurvegara, en viðburðurinn er opinn almenningi og stefnt að því að hann verði árviss.

Upplýsingar og væntingar

Skipuleggjendur hafa lofað því að allar nánari upplýsingar um dagskrá og viðburði verði birtar á sérstakri vefsíðu hátíðarinnar. Ljóst er þó að miklar væntingar eru bundnar við þessa nýju kokteilahátíð sem lofar því að setja Stykkishólm á kortið sem miðstöð íslenskrar drykkjarmenningar.

Hólmurinn verður staðurinn í júní!

Gjafaleikur í tilefni Stykkishólmur Cocktail Week

Í tilefni af fyrstu kokteilahátíð Stykkishólms, Stykkishólmur Cocktail Week, verður efnt til sérstaks gjafaleiks þar sem þátttakendur fá tækifæri til að vinna glæsileg verðlaun.

Reglur:
-Taggaðu vin/vinkonu sem myndi vilja deila vinningunum með þér
-Fylgdu @stykkisholmurcocktailweekend og @bartendericeland
-Auktu líkurnar á vinningi með því að setja leikinn í story
-Þú má taka þátt eins oft og þú vilt!

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið