Uppskriftir
Stökkir kjúklingaborgarar
Geggjaðir stökkir kjúklingaborgarar með tex-mex fíling sem slá alltaf í gegn! Mér þykir geggjað að nota sterka salsasósu til að gefa borgurunum svolítið kick og þá koma rauðkálssalatið og graslaukssósan fullkomin á móti hitanum og mynda gott jafnvægi.
Fyrir 2
Innihald:
Kjúklingalæri (Stór, skinn og beinlaus), 2 stk
Kartöflu hamborgarabrauð, 2 stk
Rauðkál, 80 g
Kóríander, 5 g
Amerískur ostur, 2 sneiðar
Ab mjólk, 50 ml / 50 g
Egg, 1 stk
Sriracha sósa, 10 g
Ritz kex, 40 g
Kornflex, 40 g
Tacokrydd (Santa Maria), 10 g
Hvítlauksduft, 2,5 g
Japanskt majó, 45 ml
Sýrður rjómi 18%, 45 ml
Hvítlauksduft, 2 ml
Graslaukur, 3 g
Sterk salsasósa, eftir smekk
Aðferð:
-
Leggið kjúklingalærin á milli tveggja laga af bökunarpappír og berjið lærin með kjöthamri eða t.d. litlum potti til að fletja þau aðeins út.
-
Aðskiljið eggjarauðuna frá eggjahvítunni (notið bara eggjahvítuna). Hrærið saman eggjahvítunni, AB mjólk og Sriracha sósunnni. Setjið kjúklinginn í jógúrtblönduna og látið marinerast í amk 30 mín eða yfir nótt
-
Setjið Ritz kexið og Kornflexið í matvinnsluvél ásamt taco kryddi og hvítlauksdufti og látið vélina ganga í stuttum hrynum þar til áferðin er svipuð og á grófum brauðraspi. Setjið kryddhjúpinní djúpan disk.
-
Hitið ofn í 180°C á blæstri.
-
Látið mesta vökvann renna af kjúklingalærunum og þrýstið þeim svo vel í kryddhjúpinn á báðum hliðum.
-
Setjið kjúklinginn á ofnplötu með bökunarpappír og bakið í miðjum ofni í um 30-35 eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður og kryddhjúpurinn orðinn fallega gylltur. Setjið ostneiðar á kjúklinginn rétt áður en kjúklingurinn er tilbúinn svo hann bráðni.
-
Sneiðið rauðkálið eins þunnt og mögulegt er, helst með mandolíni (farið varlega). Saxið kóríander. Setjið rauðkál og kóríander í skál ásamt smá óífuolíu og blandið vel saman.
-
Sneiðið graslauk. Hrærið saman majónesi, sýrðum rjóma, hvítlauksdufti og graslauk. Smakkið til með salti.
-
Smyrjið brauðin með smá smjöri og ristið á heitri pönnu þar til þau eru fallega gyllt.
-
Smyrjið graslaukssósu í brauðin, raðið svo kjúkling, salsasósu og rauðkáli í brauðin.
Mynd og höfundur: Snorri Guðmundsson | Matur & Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel12 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni11 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana