Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Stjörnutorg í Kringlunni lokar og ný mathöll tekur við – Þetta eru staðirnir sem verða í nýju mathöllinni
Kringlan bauð til kveðjuhófs á Stjörnutorgi í hádeginu í gær. Veitingastaðir buðu upp á tilboð, GústiB var DJ auk þess sem tónlistarmennirnir Birnir, Jón Arnór og Baldur skemmtu.
Gríðarlega góð mæting var á svæðið og vel á 2 þúsund gestir mættu. 400 bíómiðar sem Kringlan dreifði hurfu eins og dögg fyrir sólu.
Auðvitað eru blendnar tilfinningar að kveðja svo rótgróin stað sem á sess í huga margra eftir 23 ár. Örugglega munu einhverjir sakna torgsins en svo margt spennandi kemur í staðinn að það verður vonandi fljótt að fyrirgefast, segir í tilkynningu frá Kringlunni.
Kúmen opnar á allra næstu dögum. Ástæðan fyrir nafnabreytingu er að 3ja hæðin verður svo miklu meira og miklu stærra konsept en Stjörnutorg nær yfir. Kúmen er áfangastaður sem býður upp á mathöll, upplifun og afþreyingu. Opið verður til kl. níu öll kvöld vikunnar.
Mathöllin verður á svæði sem hefur verið þekkt sem bíógangur. Stjörnutorg lokar og á næsta ári mun rísa þar mjög spennandi afþreyingarsvæði sem án efa verður vinsælt hjá vinahópum, vinnustöðum ofl. Of snemmt er að gefa upp um hvað ræðir.
Í desember opnar glæsilegasti lúxussalur landsins, hann er smíðaður upp úr þaki Bíógangsins. Nýtt Ævintýraland, barnagæslusvæði, opnar einnig í desember.
Gangur sem liggur frá Stjörnutorgi yfir í leikhús og bókasafn, hefur einnig fengið á sig nýja mynd. Nú er hann fagurlega bleikmerktur í hólf og gólf og marglitar regnhlífar í loftinu gefa ganginum ævintýralegan blæ.
Logo Stjörnutorgs fer á uppboð á facebook síðu Kringlunnar og rennur söluandvirði í pakkasöfnun Kringlunnar til styrktar mæðrastyrksnefnd, en pakkasöfnun hefst laugardaginn 26. nóvember næstkomandi.
Staðirnir sem verða á Kúmen:
Myndir: aðsendar
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita